Cubetto eða Kubbur eins og hann er gjarnan kallaður á íslensku er vélmenni sem kennir leikskólabörnum og börnum á yngsta stigi grunnskólans forritun í gegnum ævintýri og leik án þess að nota skjá. Kubbi er stjórnað með stjórnborði þar sem börnin raða inn skipunum. Kubbur sjálfur og námsefnið sem honum fylgir er vandað, unnið úr viði og fallegum efnum. Auðvelt er að tengja leik með Kubb við málrækt, stærðfræði og fræðslu um heima og geima.