Talnasúpan er bæði þjálfun í forritun og samlagningu. Hægt er að setja talnasúpuna upp sem keppni en þetta getur einnig verið leikur. Í þessum leik eru tölur skrifaðar á litla miða eða notaðir frauðstafir, einnig mætti nota spilastokk. Kennarinn dreifir miðunum á um ákveðið svæði. Gott að afmarka það vel.
Markmið nemenda er að forrrita Sphero þannig að hann keyri um stofuna og stoppi ofan á miðunum. Þegar nemendur hafa náð að stoppa Sphero ofan á ákveðnum miða mega þau sækja hann og geyma. Þegar búið er að ná öllum miðum eru tölurnar lagðar saman og sá sem er með hæstu útkomuna vinnur. Einnig mætti keppast um að safna ákveðnum tölum, t.d. sléttum tölum eða oddatölum, kennitölum, afmælisdögum, fæðingarárum o.s.frv.
Að nemendur:
Nemendur byrja á því að stilla Sphero með því að fara í AIM í valmyndinni efst í hægra horninu, Sphero er rétt stilltur þegar litla bláa ljósið er beint fyrir framan notandann.
Þetta verkefni er auðvelt að sníða að aldri nemenda. Það er að tölurnar sem nemendur eiga að safna og leggja svo saman geta verið misháar eftir aldri.
Það væri einnig hægt að hafa margföldun eða hvað sem er í útreikningunum.
Ef spil eru notuð má líka snúa þeim á hvolf, hver nemandi reynir að safna eins mörgum spilum og hægt er. Í lokinn leggja allir saman hvað þeir fengu.
Það er skemmtilegt að nota einingakunna, rampa eða aðrar fyrirstöður til að gera leikinn erfiðari, t.d. væri hægt að hafa hæðsta spilið á erfiðum stað.
Leikinn má útfæra á marga vegu, Sphero gæti t.d. sótt myndir og nemendur gætu búið til sögu úr þeim myndum sem þeir náðu, hægt væri að safna t.d. ákveðnum lit eða bókstöfum og búa til orð.