Róbótarnir Dash og Dot bjóða upp á ótal möguleika á skapandi starfi þar sem unnið er með forritun. Hægt er að fá fjölmarga fylgihluti með róbótunum m.a. arma sem gera nemendum kleift að nota Lego kubba til að byggja við vélmennin, sílófón og arm fyrir skriffæri.
Framleiðendur Dash og Dot bjóða einnig upp á fimm smáforrit til að stjórna róbótunum, þar er bæði boðið upp á að stýra vélmenninu í gegnum smáforrit svipað og gert er með fjarstýrðum leikföngum og einnig möguleika á að forrita róbótana með því að teikna eða nota blokkarforritun.
Dash og Dot eru vinalegir róbótar sem bjóða upp á marga möguleika, hægt er að forrita ljósin á þeim og láta þau skipta um liti og taka upp setningar og hljóð svo að þau geti talað. Dash getur ferðast um og hefur auk þess skynjara sem koma í veg fyrir að hann rekist á hluti sem á vegi hans verða.
Dash og Dot geta einnig átt samskipti sín á milli og hægt er að forrita Dot til að stjórna Dash.
Dash og Dot eru hlaðin með USB kapli. Full hleðsla tekur um 60 mínútur og endist í um það bil 3 klukkutíma.
Róbótarnir henta vel fyrir grunnskólabörn frá fyrsta bekk og upp úr.
Í öllum smáforritunum sem fylgja róbótunum er hægt að smella á + efst í hægra horninu á skjánum til að tengja róbótann við spjaldtölvuna. Spjaldtalvan leitar að vélmennum í nágrenninu og notandi velur það sem hann ætlar að nota. Það er ekki nóg að merkja bara róbótann sjálfan heldur verður einnig að gefa honum nafn í spjaldtölvunni þegar búið er að tengja hann. Hér fyrir neðan má sjá að Dísa hefur verið valin (valmynd I). Ef smellt er á tannhjólið er hægt að breyta nafninu á róbótanum (valmynd II) og sérsníða ýmsar stillingar varðandi útlit hans. Fyrir neðan myndina af honum má einnig sjá hversu mikil hleðsla er á rafhlöðunni.
Þegar smellt er á + koma upp þeir róbótar sem kveikt er á í nágrenninu. Ef tannhjólið er valið er hægt að stilla nafn róbótas og breyta útliti.
Hér má sjá valmyndina sem liggur á bak við tannhjólið.
Blockly er það smáforrit sem við notum mest í verkefnunum á þessum vef. Í Blockly læra nemendur að nota blokkarforritun til að stjórna róbótunum og leysa þrautir.
Blockly byggir á því að nemendur búa til forrit með því að raða saman skipunum í blokkir. Auðvelt er að setja forritin af stað og gera villuleit ef eitthvað fer úrskeiðis.
Leikur og nám með Blockly miðar að því að hægt sé að leysa vandamál á marga vegu, engin ein leið er rétta leiðin heldur fær sköpunargleði nemenda að njóta sín.
Go er einfalt forrit sem virkar eins og fjarstýring fyrir Dash og Dot.
Í smáforritinu Go er hægt að stjórna hreyfingum Dash og breyta ljósum og hljóðum frá róbótunum. Einnig er hægt að taka upp sín eigin hljóð. Dot getur ekki hreyft sig en í hennar tilviki er hægt að breyta hljóðum og ljósum.
Path er einfalt smáforrit sem virkar með Dash Í smáforritinu Path eru hreyfingar Dash teiknaðar á skjáinn. Í forritinu eru nokkur borð með þrautum.
Wonder er smáforrit fyrir Dash og Dot, þar er að finna fjarstýringu fyrir róbótana en einnig er hægt að fara í gegnum fjölmörg borð með þrautum. Í Wonder byggjast þrautirnar á að nota myndrænt forritunarmál til að forrita.
Áður en að nemendur prófa að forrita er sniðugt að spjalla um rótbóta og hvernig þeir verða sífellt algengari í daglegu lífi fólks, t.d. eru þeir notaðir til að setja saman bíla og ryksuga heimili. Á vefnum má finna mörg áhugaverð myndbönd um rótbóta sem vekja upp spurningar og hægt er að horfa á með nemendum.
Myndband um hótel í Japan sem rekið er að mestu leyti af rótbótum
Myndbönd eru á ensku.