Danspartý

Danspartý

Dash er nokkuð slunginn þegar kemur að dansi. Ef skólar eiga sílófón fyrir Dash (sem hægt er að kaupa sem aukahlut) er tilvalið að nýta hann í þessu verkefni.

Í verkefninu tvinnast saman forritun, tónlist, hreyfing, stærðfræði og sköpun! Einnig mætti auðveldlega tengja verkefnið samfélagsfræði.


Mynd af vefsíðu Wonder Workshop.

Markmið

Að nemendur:

  • Noti forritun til að leysa ákveðið verkefni
  • Hlusti á tónlist og greini tónlist
  • Fái að vinna í öruggu umhverfi sem hvetur þá til hreyfingar
  • Tengi hreyfingu inn í daglegt skólastarf
  • Tengi forritun daglegu lífi og námsgreinum á borð við samfélagsfræði
  • Skapi eitthvað nýtt og spennandi

Undirbúningur

  • Spjaldtölvur fullhlaðnar
  • Dash og Dot séu fullhlaðnir
  • Skipta nemendum upp í hópa
  • Kafa í viðfangsefni tengd þjóðdönsum, vinsælum dönsum, hreyfingu (hér tengir hver kennari verkefnið við viðfangsefni bekkjarins)
  • Upprifjun á því hvernig við búum til skipanir og röðum þeim saman
  • Kenna hvernig hægt er að nota endutekningar til að stytta forritin (sjá dæmi hér fyrir neðan)
  • Nemendur byrja að vinna
  • Í þessu verkefni er skemmtilegt að gefa nemendum tækifæri til að búa til búninga á róbótana

Umræðupunktar

Ræða við nemendur um dans:

  • Ræða hvað felst í hugtakinu samvinna
  • Hvað er dans?
  • Hvað vita þeir um dans?
  • Hafa þeir séð danskeppnir?
  • Hvað gerir dansinn fyrir fólk?
  • Þekkja þeir bíómyndir sem byggjast á dansi?
  • Hvernig hefur dans birst í okkar samfélagi?
  • Hvernig birtist dans í öðrum samfélögum?
  • Við hvaða tilefni er dans notaður (er það mismunandi eftir samfélögum hvernig hann er notaður, t.d. eins og í Afríku þar sem eru hefðir fyrir regndansi, USA þar á línudans á sterka sögu eða sem skemmtun, riverdans sem kemur frá Írlandi)?

Áskorun I - Róbótadans

  • Velja lag sem hentar vel fyrir dans
  • Hlusta á lagið og greina taktinn
  • Semja dans fyrir Dash
  • Passa vel upp á tímasetningar og að dansinn passi við tónlistina
  • Muna að hægt er að nota lykkjur (fyrir endurtekningar), ljós og hljóð
  • Láta nokkra róbóta dansa lagið í takti


Hér til vinstri er dæmi um forrit þar sem Dash dansar.

Áskorun II - Dansað með Dash

  • Velja lag sem hentar vel fyrir dans
  • Hlusta á lagið og greina taktinn
  • Semja dans fyrir Dash
  • Passa vel upp á tímasetningar og að dansinn passi við tónlistina
  • Muna að hægt er að nota lykkjur (fyrir endurtekningar), ljós og hljóð
  • Skrifa upp forritið á blað og dansa með róbótunum

Áskorun III - Samfélagsfræði

  • Skoða þekkta dansa, þjóðdansa, vinsæla dansa hverju sinni eða dansa sem tengjast því sem nemendur eru að vinna með samfélagsfræði
  • Endurútsetja dansinn með Dash í huga
  • Passa vel upp á tímasetningar, að dansinn passi vel við tónlistina og að hafi tengingar við þann dans sem nemendur eru að vinna með
  • Muna að hægt er að nota lykkjur (fyrir endurtekningar), ljós og hljóð
  • Skrifa upp forrit fyrir nemendur á blað og dansa með róbótunum, þarf ekki að vera nákvæmlega eins og dansinn fyrir róbótann

Hugmyndir og ábendingar

  • Það er alltaf gaman að byrja kennslustundina á forritunarleik þar sem nemendur forrita hver annan, þá eru tveir eða fleiri nemendur saman, annar framkvæmir forritið en hinn forritar. Markmiðið getur t.d. verið að komast frá einum stað á annan. Forritið má búa til með því að skrifa skipanir á blað, t.d. með því að nota örvar, liti eða myndir. Einnig er hægt að setja skipanirnar fram munnlega.
  • Í þessu verkefni er tilvalið að skoða myndbönd, horfa á bíómyndir og skoða ljósmyndir.
  • Auðvelt er að tengja verkefnið við samfélagsfræði, sköpun, tónlist og hreyfingu.