Brandarar

Bank bank, hver er þar? Dash og Dot segja brandara

Stuttar gátur og brandarar á borð við Bank bank, hver er þar? vekja oftast gleði hjá nemendum. Brandarar fela í sér leik með málið og orðin.

Hægt er að gera einföld verkefni þar sem einn róbóti segir brandara eða flóknari verkefni þar sem að tveir eða fleiri róbótar tala saman.

Markmið

Að nemendur:

  • Noti forritun til að leysa ákveðið verkefni
  • Geti nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi (Dash og Dot endursegja brandara sem nemendur forrita þá til að segja)
  • Kynnist mismunandi textaformi í þessu tilviki brandarar
  • Samið texta frá eigin brjósti (búið til brandara)

Undirbúningur

  • Spjaldtölvur fullhlaðnar
  • Dash og Dot séu fullhlaðnir
  • Skipta nemendum upp í hópa
  • Upprifjun á því hvernig við búum til skipanir og röðum þeim saman
  • Nemendum er skipt í hópa
  • Nemendur byrja að vinna
  • Ef tími vinnst til getur verið gaman að búa til búninga eða nota leikmuni til að glæða brandarana meira lífi.

Umræðupunktar

  • Spjalla saman um brandara - hvers konar textar eru það?
  • Hvað er húmor?
  • Hafa allir sama húmor?
  • Má gera grín að öllu og öllum?
  • Lesa brandara fyrir hópinn og greina hvað var fyndið?

Áskorun I - Dash segir brandara

  • Nemendur finna gátu/brandara sem þeir vilja vinna með. Yfirleitt kunna nemendur brandara sem þeir hafa áhuga að nota en ef ekki er gott að hafa við höndina brandara- og gátubækur
  • Forrita Dash eða Dot segja brandarann
  • Vinna með skipanir úr flokkunum Drive, Sound og Control (sjá dæmi til vinstri), forritunina má leysa á marga vegu
  • Þegar nemendur hafa búið til einfalt forrit, geta þeir bætt við skipunum svo sem hlátri í lok brandarans.

Áskorun II - Dash og Dot segja brandara í sameiningu

  • Nemendur semja brandara fyrir róbótana og gera ráð fyrir einhvers konar orðaskiptum í brandaranum (bank, bank brandara eða brandara sem felst í spurningu eða samtali)
  • Forrita Dash og Dot segja brandarann. Hvort vélmenni hefur sitt hlutverk
  • Passa upp á tímasetningar, láta einn bíða á meðan að hinn tjáir sig
  • Þegar nemendur hafa búið til forritið, geta þeir bætt við skipunum svo sem hlátri eða dansi í lok brandarans
  • Sýna öðrum hópum afrakstur verkefnisins

Hugmyndir og ábendingar:

  • Það er alltaf gaman að byrja kennslustundina á forritunarleik þar sem nemendur forrita hver annan, þá eru tveir eða fleiri nemendur saman, annar framkvæmir forritið en hinn forritar. Markmiðið getur t.d. verið að komast frá einum stað á annan. Forritið má búa til með því að skrifa skipanir á blað, t.d. með því að nota örvar, liti eða myndir. Einnig er hægt að setja skipanirnar fram munnlega.
  • Hafa í huga þegar nemendur eru að semja sína eigin brandara að gott væri að ritskoða þá aðeins áður en þeir forrita Dash og Dot. Þrátt fyrir samræður þá taka ekki endilega allir nemendur til sín hvað er viðeigandi og hvað ekki.