Fyrstu skrefin


Fyrstu skrefin

Sphero rótbótarnir bjóða upp á endalausar leiðir til að forrita, verkefnin má auðveldlega samþætta með ýmsum námsgreinum og skapandi starfi. Hægt er að fá ýmsa aukahluti með róbótunum m.a. hlíf sem gerir notendum kleift að nota róbótann úti, ramp til að keyra yfir og vagn sem hægt er að festa legó kubba við.

Framleiðendur Sphero bjóða upp á tvö smáforrit Sphero Edu og Sphero Play til að stjórna róbótunum en einnig er hægt að nota Swift Playgrounds smáforritið frá Apple til að stjórna Sphero BOLT, Sphero SPRK+ og Sphero Mini

Sphero róbótarnir eru til í nokkrum útgáfum, þeir virka þó allir á svipaðan hátt en hafa mismunandi valmöguleika. Sphero Bolt er nýjast róbótinn í línunni og hefur hann það m.a. fram yfir hina að vera með forritanlegan ljósaskjá.

Sphero róbótarnir eru hlaðnir með USB kapli í hleðslustöð (nema Sphero Mini sem er tengdur beint). Þegar hlaða þarf róbótana eru þeir settir í hleðslustöðina með þyngri hliðina niður. Hleðslustöðin blikkar með bláu ljósi þegar hleðsla er hafin. Full hleðsla tekur um þrjá klukkutíma, þegar róbótinn er fullhlaðinn verður bláa ljósið stöðugt og róbótinn er tilbúinn í slaginn og endist í um það bil 60 mínútur í fullri notkun.

Róbótarnir henta vel fyrir grunnskólabörn og sérstaklega vel fyrir mið- og unglingastig.

Undirbúningur

  • Sækja smáforrtin

    • Forritin heita Sphero Edu og Sphero Play, einnig er gott að sækja Swift Playgrounds smáforritið ef Ipad spjaldtölvur eru notaðar.

  • Passa að hafa kveikt á Bluetooth tengimöguleikanum í spjaldtölvunni

  • Kveikja á róbótanum

  • Tengja róbótann við spjaldtölvuna

Róbótar og forritun

Áður en að nemendur prófa að forrita er sniðugt að spjalla um rótbóta og hvernig þeir verða sífellt algengari í daglegu lífi fólks, t.d. eru þeir notaðir til að setja saman bíla og ryksuga heimili. Á vefnum má finna mörg áhugaverð myndbönd um rótbóta sem vekja upp spurningar og hægt er að horfa á með nemendum.

Myndband um hótel í Japan sem rekið er að mestu leyti af rótbótum

Viðtal við róbótann Sophiu

Myndböndin eru á ensku.

Blokkarforritun með Sphero Edu

Myndband um Sphero Edu smáforritið frá framleiðendum Sphero.

Áður en forritað er með nemendum er mikilvægt að kynna sér Sphero Edu smáforritið, t.d. með því að horfa á myndbandið hér fyrir ofan og prófa sig áfram.

Umræðupunktar fyrir fyrsta tímann í forritun með Sphero

  • Hvernig er Sphero í laginu?

  • Hvernig hreyfist Sphero?

  • Í hvaða áttir getur hann farið?

Fyrstu skrefin

Í hvert sinn sem Sphero er notaður þar að stilla hann, sem felur í sér að ganga úr skugga um að hann fari í rétta átt. Nemendur stilla Sphero með því að fara í AIM í valmyndinni efst í hægra horninu, Sphero er rétt stilltur þegar litla bláa ljósið er beint fyrir framan notandann


  • Vinna með blokkarforritun

  • Prófa að láta Sphero fara:

    • Áfram

    • Aftur á bak

    • Beygja til vinstri

    • Beygja til hægri

    • Forrita ljósin

    • Forrita hljóð

    • Forrita fjarlægðarskynjarann

Þegar Sphero er stilltur er best að standa beint fyrir aftan hann, smella á AIM sem er í valmyndinni efst á skjánum til hægri. Stilla blá ljósið þannig að það sé beint fyrir framan notandann.

Umræðupunktar eftir fyrsta tímann í forritun

  • Hvaða forrit bjuggu nemendur til?

  • Hvað hefði verið hægt að gera ef tíminn hefði verið lengri?

  • Gætum við búið til forrit fyrir Sphero sem hjálpar okkur í daglega lífinu?