Spil

Spil

Blue-bot og allar fjölbreyttu motturnar sem hægt er að fá tilbúnar með róbótanum geta verið fínn grunnur fyrir alls kyns spil. Markmiðið getur t.d. verið að komast yfir mottuna, horn úr horni eða sækja ákveðna hluti sem búið er að dreifa á spilaborðið.

Einnig er hægt að búa til nýjar mottur og spilaborð. Það er sniðugt að eiga mottu tiltæka með auðum reitum þannig að reitirnir geti verið síbreytilegir.

Verkefni

Áskorun I

  • Búið til spilaborð með tússi á hvítan pappír eða með málningarlímbandi á gólf
  • Setjið spil á nokkra reiti
  • Börnin skiptast á að kasta teningum (gott að hafa tvo) og mega setja inn eins margar skipanir og tölurnar á tenginunum segja til um
  • Markmiðið er að komast á reit þar sem er spil með hárri tölu, ef það tekst má taka spilið og er þá viðkomandi komin með eins mörg stig og talan á spilinu segir til um
  • Þau skiptast á að kasta og halda alltaf áfram frá þeim reit sem róbótinn er staðsettur á hverju sinni

Áskorun II - spil með söguþema

  • Veljið ævintýri t.d. grísina þrjá
  • Búið til spilaborð með tússi á hvítan pappír eða með málningarlímabandi á gólf
  • Prentið út sniðmát fyrir búninga og bjóðið upp á spil, teninga, smádót eða aðra hluti sem hægt væri að nota í spilinu
  • Skiptið börnunum í hópa, hver hópur býr til spil (hannar spilið og spilareglurnar) og kynnir það svo fyrir hinum