Blue-bot og allar fjölbreyttu motturnar sem hægt er að fá tilbúnar með róbótanum geta verið fínn grunnur fyrir alls kyns spil. Markmiðið getur t.d. verið að komast yfir mottuna, horn úr horni eða sækja ákveðna hluti sem búið er að dreifa á spilaborðið.
Einnig er hægt að búa til nýjar mottur og spilaborð. Það er sniðugt að eiga mottu tiltæka með auðum reitum þannig að reitirnir geti verið síbreytilegir.