Næstu skref

Næstu skref

Í verkefnunum hér að framan hafa verið settar fram margar hugmyndir að því hvað hægt er að gera með Dash og Dot. Þessi verkefni eru til þess fallin að hjálpa börnum að þróa hæfileika sína til sköpunar og úrlausna á ýmsum vandamálum á líflegan og skemmtilegan hátt. Verkefnin efla þrautsegju og auðvelt er að tengja þau inn í hinar ýmsu námsgreinar. Í þessum verkefnum hefur kennarinn tök á að leggja fyrir fjölbreyttar áskoranir þar sem margar lausnir eru í boði sem byggja undir sköpun hjá nemendum.

Þessi verkefni hér að framan eru engan veginn tæmandi yfir það sem hægt er að gera með Dash og Dot. Hægt er að kaupa ýmsa aukahluti til sem auka notkunarmöguleika róbótanna en einnig má nýta alls kyns hluti, bubba og efnivið sem gjarnan finnst í skólum. Engar reglur eru um það hvað má og hvað má ekki nota, eina sem gildir er að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala.