Símon segir...

Dot stjórnar Dash - Símon segir...

Leikir og samvinnuverkefni gegna mikilvægu hlutverki í skólastarfi. Í gegnum leikinn læra nemendur að temja sér aga og tillitsemi. Þeir læra að hvetja félaga sína til dáða og vinna með öðrum. Margir leikir eru þannig uppbyggðir að þeir verða ekki leystir af hendi nema með samvinnu og stillingu.

Símon segir er leikur sem margir nemendur þekkja og því tilvalið að spreyta sig á því að yfirfæra hann á róbótana.

Markmið

Að nemendur:

  • Þjálfist í forritun
  • Kynnist leiknum Símon segir
  • Að nemendur búi til forrit sem stjórnar bæði Dash og Dot

Undirbúningur

  • Spjaldtölvur fullhlaðnar
  • Dash og Dot séu fullhlaðnir
  • Skipta nemendum upp í hópa
  • Ræða hvað felst í hugtakinu samvinnu
  • Pappír/skriffæri

Umræðupunktar

  • Ræða hvað felst í hugtakinu samvinnu
  • Ræða við nemendur um mikilvægi þess að fyrirmælin sem Dot gefur Dash séu skýr, þau þurfa að vera þess eðlis að Dash geti leyst af hendi það sem Dot ætlast til af honum.

Áskorun

  • Leikið leikinn Símon segir...
  • Forritið Dash og Dot til að leika leikinn. Dot á að stjórna Dash
  • Nemendur finna leið til að nota Dot sem fjarstýringu á Dash
  • Hægt er að forrita Dot til að stjórna Dash á 12 vegu, t.d. er hægt að láta Dash framkvæma skipun þegar Dot lítur upp, lítur, niður, hallar sér fram, er hrist, er kastað upp í loft, þegar ýtt er á takkana á kollinum á henni o.s.frv.

Á myndinni hér til vinstri má sjá dæmi um útfærslu.

Hugmyndir og ábendingar

  • Það er alltaf gaman að byrja kennslustundina á forritunarleik þar sem nemendur forrita hver annan, þá eru tveir eða fleiri nemendur saman, annar framkvæmir forritið en hinn forritar. Markmiðið getur t.d. verið að komast frá einum stað á annan. Forritið má búa til með því að skrifa skipanir á blað, t.d. með því að nota örvar, liti eða myndir. Einnig er hægt að setja skipanirnar fram munnlega.
  • Ef byrjað er á forritunarleik á milli nemenda þá reynir á stjórnandann að gefa skýr fyrirmæli og sýna samnemendum sínum ávallt virðingu.
  • Eru fleiri leikir sem hægt væri að forrita? Skoða vinsæla leiki og velta fyrir sér hvort Dash og Dot geti leikið þá eftir.