Kappakstur með sphero gefur nemendum kost á að þjálfa samvinnu, æfa sig í að koma hugmyndum á framfæri, efla keppnisandann og æfa sig í því að vinna og tapa. Kappaksturinn reynir heilmikið á sköpunarkraftinn sem og útsjónarsemi. Skemmtilegt verkefni sem hentar vel til að þjappa saman hópnum.
Að nemendur:
Ræða við nemendur um gildi þess að taka þátt í verkefninu. Hvernig getur liðið hjálpast að, hverju þarf að huga að? Hvernig geta liðsmenn stutt við þann sem stjórnar Sphero í kappakstrinum? Hvernig bregðumst við við ef við vinnum? Hvernig bregðumst við við ef við töpum?
Spjalla um að sýna þeim kurteisi sem sigra og samgleðjast þeim. Gætum við lært eitthvað af þeim sem sigra? Gerðu þau eitthvað öðruvísi en hin liðin við undirbúning keppninnar?
Nemendur byrja á því að stilla Sphero með því að fara í AIM í valmyndinni efst í hægra horninu, Sphero er rétt stilltur þegar litla bláa ljósið er beint fyrir framan notandann
Í þessu verkefni reynir á að nemendur átti sig á því að léttur vagn fer hraðar yfir en þungur og á það bæði við um skreytingar og þann efnivið sem þau nota í vagninn.
Líklega kemur í ljós að þeir sem hafa ofhlaðið vagninn sinn eða búið hann til úr þyngri efnum fara hægar yfir ef þeir á annað borð komast af stað. Þetta verkefni er því tilvalið fyrir umræður um þyngd og hraða.
Geta nemendur nefnt dæmi úr daglega lífinu þar sem þau sjá þennan mun (flutningabílar/fólksbílar)?
Hvað ef við breyttum akstursstefnu Sphero og þeir myndu keyra upp brekku/niður brekku yrði munur á þeim þá?