Lego

Lego kubbar

Eitt af því sem gerir Dash og Dot róbótana svo frábæra eru armarnir sem fylgja með vélmenninu. Armarnir gera nemendum kleift að byggja við Dash og Dot með Legókubbum.

Legókubbarnir gefa marga möguleika til leiks, sköpunar og verkefnavinnu en með þeim er t.d. hægt að búa til arma og skóflur á vélmennin, kubba á þá búninga, búa til eftirvagna o.s.frv.

Armarnir fást sem aukahlutir, fjórir saman í pakka og virka með Legó kubbum, Lego mindstorms pökkum, Lego Technics kubbum og Lego Hero Factory kubbum.

Kubbarnir auka notkunarmöguleika róbótana umtalsvert en með þeirra hjálp er hægt að útbúa þá þannig að þeir geti leyst af hendi fjölbreytt verkefni.

Verkefnavinna þar sem nemendur þurfa að nota kubba í bland við forritun til að leysa verkefni byggist bæði á lausnaleit og sköpunargleði, þar sem stöðugt er verið að prófa og endurbæta hugmyndir og finna nýjar og betri lausnir.

Nokkrar hugmyndir að verkefnum

  • Kubba búninga á Dash og Dot og búa til leikrit.
  • Kubba skóflu og forrita Dash til að safna saman smádóti.
  • Kubba farsímastand á Dash, keyra um og taka upp myndband.
  • Kubbaarm á Dash sem er nógu sterkur til að halda á penna, forrita Dash til að teikna form á blað.
  • Kubbavagn og festa aftan í Dash. Vagninn þarf að geta dregið Dot ákveðna vegalengd.