Þrautabrautir og völundarhús henta vel til að vinna með forritun. Slík verkefni bjóða upp á frábært tækifæri til samvinnu þar sem nemendur leita í sameiningu leiða til að leysa þau vandamál sem koma upp.
Dash er skemmtilegur róbóti til að nota með verkefnum tengdum þrautabrautum og völundarhúsum þar sem að hann á auðvelt með að keyra á fjölbreyttu undirlagi, heldur hleðslu vel og hefur fjarlægðarskynjara sem gera honum kleift að nema hindranir sem verða á vegi hans.
Þrautabrautir og völundarhús má byggja úr fjölbreyttum efniviði og geta þau verið mjög einföld eða töluvert flókin, á myndinni hér til vinstri má sjá fjölbreytta og skemmtilega braut. Myndin er fengin frá Barry J. Brennan af Twitter.
Að nemendur:
Hér er markmiðið að nemendur búi til þrautabraut fyrir vélmennin þar sem þau eiga að fara frá upphafspunkti til lokapunkts og leysa verkefni á leiðinni. Nemendur geta samtvinnað völundarhús og þrautabraut eða unnið þetta í sitthvoru lagi. Með yngri nemendur er betra að hafa verkefnin sitt í hvoru lagi.