Dans er skemmtilegt viðfangsefni þar sem hreyfingu, taktur, tónlist og sköpun tvinnast saman. Í þessu verkefni bætist svo við forritun. Þó svo að róbótinn sé örlítið stuðbusalegur í hreyfingum er samt gaman að spreyta sig á að láta hann dansa. Verkefnið er bæði hægt að vinna með einn róbóta eða fleiri, það er áhugavert að fylgjast með róbótunum dansa í takt og því er ekki verra að börnin vinni nokkur saman. Einnig er gaman að búa til búninga og undirlag/mottu fyrir dansinn.
Auðveldlega mætti tengja verkefnið samfélagsfræði og skoða vinsæla dansa, bæði þjóðdansa og nútímadansa og hlusta á tónlist tengda þeim.