Í dag er auðvelt að ferðast til annarra landa. Kostnaðurinn við það er þó töluverður og því er frábært hvaða möguleika tæknin er að bjóða okkur upp á í dag. Google Maps og Google Street View gerir okkur kleift að ferðast á framandi staði.
Þrátt fyrir alla tæknina sem Google býður verður þó áherslan í þessu verkefni á gamla góða landakortið sem stendur alltaf fyrir sínu.
Að nemendur:
Í þessari vinnu er upplagt að vinna með landakort sem hægt er að leggja á gólf. Þar sem þau eru ekki mjög stór og nemendur að vinna með nokkra róbota í einu þá er mikilvægt að rifja upp með nemendum hvernig við sýnum hvert öðru tillitsemi. Það geta kannski ekki allir hópar verið að vinna á sama tíma.
Ef skólar eiga ekki kort til að leggja á gólf. Þá má nota karton og teikna t.d. Evrópu eða aðrar heimsálfur lauslega upp og nemendur láta svo Dash og Dot fara á milli landanna.