Í verkefnasafninu hafa verið settar fram hugmyndir um hvað hægt er að gera í skólastarfi með róbótunum Blue-bot og Bee-bot, öll verkefnin á síðunni byggja á skjálausri forritun.
Verkefnin snúast um fjölbreyttar áskoranir sem hægt er að leysa á marga vegu, verkefnin hvetja því börn að þróa hæfileika sína til sköpunar og úrlausna á ýmsum vandamálum á líflegan og skemmtilegan hátt. Þau efla þrautseigju og auðvelt er að tengja þau við annað starf í leik- og grunnskólum.
Verkefnasafnið á þessum vef er engan veginn tæmandi yfir það sem hægt er að gera með róbótunum en það gefur hugmyndir sem vinna má með áfram. Hægt er að nýta alls konar efnivið til sem auka notkunarmöguleika Bee-bot og Blue-bot s.s. kubba, pappír og smádót. Engar reglur eru um það hvað má og hvað má ekki nota, eina sem gildir er að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala.
Ef skólinn á Blue-bot er um að gera að prófa líka að nota smáforritið og forrita bjöllurnar með spjaldtölvu.
Gangi ykkur vel.