Í þessu verkefni samtvinna nemendur skapandi skrif og forritun. Verkefnið felst í því að nemendur skrifa sögu og forrita hana með Dash og Dot í aðalhlutverkum.
Það er bæði hægt að vinna út frá sögum/bókum/ævintýrum/þjóðsögum/sönglögum sem eru til eða hvetja nemendur til að búa til sína eigin sögu. Þetta verkefni hentar vel fyrir 2-4 manna hópa.
Áður en hafist er handa þarf að vera á hreinu hvert viðfangsefnið er, á að skrifa frumsamda sögu eða gera endurgerð á eldri sögu? Mikilvægt er að byggja vel undir ritun barnanna og velta fyrir sér persónusköpun og uppbyggingu sögunnar. Ákveða þarf hvernig á að skrá söguna, á að gera handrit eða nota söguvef/sögukort og spinna í kringum það. Þegar kemur að því að forrita Dash og Dot til að leika í sögunni þarf að huga að leikmunum, búningum og bakgrunni sögunnar.
Grunnatriði ritunar
Handrit
Leikmunir og búningar
Í Blockly er hægt að forrita Dash og Dot til að leika hlutverkin sín, færa sig á milli staða, tala og nota bæði ljós og hljóð. Það getur verið krefjandi en skemmtilegt að nota nokkra róbóta og búa til fleiri en eitt forrit sem vinna saman. Hér er lykilatriði að prófa sig áfram, breyta og bæta.
Söguvegir eru sniðug leið til að vinna með texta á myndrænan hátt. Nemendur skrá atburði sögunnar á söguveginn í ákveðinni tímalínu, með því fá þeir gott yfirlit yfir söguna og eiga auðveldara með að endursegja hana. Á sama hátt má búa til sögukort með því að skipta blaði niður í nokkra ferninga og skrá atburðina þar inn.
Það er hægt að láta Dot stjórna leikritinu, þá er forritunarkóðanum raðað undir When Dot flipann eins og sést á myndinni hér við hliðina. Þar myndi forritið fara í gang þegar Dot er hrist (When Dot Shake) en einnig væri hægt að velja aðra möguleika.
Hægt er að búa til mörg lítil forrit þar sem Dot stjórnar Dash...
Dæmi:
Að láta Dot stjórna Dash býður upp á marga skemmtilega og skapandi möguleika sérstaklega þegar um leiksýningu er að ræða. Einnig mætti forrita Dot og fela hana á sviðinu og láta hana sjá um að gefa frá sér ákveðin hljóð eða ljós.