Golf er skemmtilegur leikur sem hentar vel fyrir Sphero róbótana, það er einfalt að búa til velli sem jafnframt geta verið mjög fjölbreyttir.
Hægt er að búa til golfvöll með því einfaldlega að líma málningarlímband á gólfið, einnig er hægt að búa til veigameiri velli úr pappír og alls kyns efniviði.
Neðst á þessari síðu eru frábær dæmi um Sphero golfvelli af Youtube sem er um að gera að skoða.
Að nemendur:
Nemendur byrja á því að stilla Sphero með því að fara í AIM í valmyndinni efst í hægra horninu, Sphero er rétt stilltur þegar litla bláa ljósið er beint fyrir framan notandann
Nemendur byrja á því að stilla Sphero með því að fara í AIM í valmyndinni efst í hægra horninu, Sphero er rétt stilltur þegar litla bláa ljósið er beint fyrir framan notandann
Í þessu verkefni er tilvalið að ræða aðeins um tómstundir við nemendur og hvað þær geta verið ólíkar. Á Íslandi er mikil áhersla á boltaíþróttir. Boltaíþróttir höfða ekki til allra og sumir nemendur eru feimnir að ræða ef þeir eru í tómstundum sem eru ekki vinsælar. Ef til vill er hægt að fara í vettvangsferð á golfvöll og skoða uppbygginguna.
Nemendur geta búið til golfvöll á stórt blað, sett inn gildrur eins og t.d. vatn, sandgryfjur, tré og fleira. Síðan forrita þeir Sphero þar sem hann þarf að fara frá einni holu til annarar. Hægt væri að búa til stigablað eins og í golfi. Allir byrja með ákveðin stig í forgjöf og hver braut gefur ákveðið mörg stig. Ef nemendum tekst að forrita Sphero þannig að hann komist beint í næstu holu í fyrstu tilraun fá þau ákveðið mörg stig. Ef það mistekst þá fá þau mínusstig. Einnig væri hægt að gefa ákveðinn tíma á hverri holu.
Gaman væri ef nemendur byggju til nokkra golfvelli þannig að á hverjum velli væri ein hola. Ef búnir væru til 5 vellir þá væru nemendur að fara í 5 holur.
E.t.v. mætti bjóða nemendum upp á Sphero golf í frímínútum og leyfa brautunum að vera sérstaklega þeim sem búnar eru til með límbandi.
Frábær hugmynd af vefnum Teaching with the Ipad, þar má einnig finna margar fleiri skemmtilegar hugmyndir. Vefur sem allir Sphero aðdáendur ættu að skoða:
Virkilega flott vinna hjá nemendum í Southeast Junior High in Iowa City. Þau fóru í snjallsmiðju (makerspace) og bjuggu til flotta golfvelli fyrir Sphero.
Nánari