Kubbur og motturnar geta verið fínn grunnur fyrir alls kyns spil þar sem börnin kasta tening og mega nota eins margar skipanir og hann segir til um, markmiðið getur t.d. verið að komast yfir mottuna, horn úr horni eða sækja ákveðna hluti sem búið er að dreifa á spilaborðið.
Einnig er hægt að búa til nýja mottu, sniðugt að hafa hana með auðum reitum þannig að reitirnir geti verið síbreytilegir. Á þeim geta verið myndir af dýrum og fólki
Hægt að prenta út myndir af krökkunum eða nota myndir sem til eru t.d. af fólki og dýrum, persónurnar ferðast með Kubbi einhverja leið. Börnin fá leiðbeiningar um hvert Kubbur á að fara og hverja hann á að sækja á hverjum stað.