Leikur
Leikur
Kubbur býður upp á endalausa möguleika til leiks, leikurinn getur verið skipulagður út frá bókunum eða teppunum, með ákveðin markmið eins og t.d. að læra stærðfræðihugtöin eða frjáls þar sem börnin ráða ferðinni. Mikilvægt er að kenna börnunum að umgangast Kubb og nota skipanaborðið áður en þau fá að leika með hann sjálf. Það sem helst þarf að brýna fyrir þeim er að nota skipanirnar til að láta Kubb keyra áfram og passa að halda honum ekki föstum þegar hann er á ferðinni.
Sköpunargleði
Það er gaman að gefa börnunum tækifæri á að skapa sína eigin ævintýraheima fyrir Kubb. Oftast er nóg að bjóða upp á efniviðinn, börnin sjá um rest! Kubbar, pappír, skriffæri, límband og litir gefa marga skemmtilega möguleika, t.d. er hægt að setja handleggi á Kubb eða setja hann í búning.
Ímyndunarafl
Viðbótarefniviður og hlutir geta aukið margbreytileika leiksins og því er um að gera að bjóða börnunum upp á fjölbreyttan efnivið til að skapa úr s.s. fígúrur, dýr, bíla og annað sem hægt er að nota í leik.
Kubbur á Krógabóli
Í myndbandinu má sjá þegar Kubbur heimsótti leikskólann Krógaból, börnin í myndbandinu eru flest að prófa Kubb í fyrsta skiptið. Eins og sjá má vakti Kubbur mikla lukku hjá börnunum og þau voru fljót að átta sig á hvernig hann virkaði.
Kubbur fór inn á allar deildir frá 2-6 ára.