Ævintýraheimar

Ævintýraheimar

Töluvert úrval er af tilbúnum mottum fyrir Bjölluna, þær er hægt að kaupa hjá A4 á Íslandi en einnig í stórum vefverslunum á netinu s.s. Amazon. Motturnar er hægt að fá í mörgum útfærslum, Þær er hentugt og þægilegt að nota með litlum fyrirvara til að æfa forritun. Þær eru einnig mjög góðar fyrir byrjendur. Hér fyrir neðan má sjá okkrar útfærslur.

Þemamottur

Hægt er að fá mottur í fjölbreyttum útfærslum með ýmsum þemum. Þessar mottur henta vel til að kenna forritun með Bjöllunni. Auðvelt er að gera verkefni tengd mottunum þar sem nemendur eiga að koma Bjöllunni á milli staða. Nemendur geta einnig skipst á að gefa hvort öðru fyrirmæli.

Ævintýraeyja


Bóndabær


Strandlengja


Strandbær


Hafnarsvæði


Risaeðlutíminn


Ferðalög


Form 2D


Form 3D


Plastvasamottur

Plastvasamotturnar eru sniðugar því að með þeim má gera alls konar verkefni. Hægt er að prenta út miða með t.d. litum, formum, bókstöfum eða tölustöfum og láta Bjölluna ferðast á milli staða eftir fyrirmælum, t.d. frá gulum á appelsínugulan o.s.frv. Hún getur líka ferðast á milli bókstafa, safnað þeim saman og búið til orð. Það er líka sniðugt verkefni fyrir yngri börn og börn sem eru að læra íslensku að nota myndir og vinna með orðaforða, t.d. sagnorð, fara á mynd af einhverjum sem er að hlaupa, tala, syngja o.s.frv.

Myndirnar í plastvösunum geta líka tengst námsgreinum s.s. samfélagsfræði og náttúrufræði, þemaverkefnum, bókum og verkefnum tengdum þeim og stærðfræði.





Glærar mottur

Glæru motturnar eru frábærar til að leggja fyrir hvers kyns myndir og kort. Þær henta mjög vel yfir landakort eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Einnig geta nemendur búið til sínar eigin teikningar t.d. á maskínupappír og lagt svo glæra mottu yfir. Þetta gefur mikla möguleika á skapandi vinnu út frá hvers kyns þemaverkefnum, sögum og ævintýrum.





Aukahlutir og púslumottur

Í raun má nota hvað sem er með Bjöllunni, kubba sem til eru í skólum, pappír og verðlausan efnivið, það er ekki nauðsynlegt að kaupa sérstaka aukahluti. Hafandi sagt það þá eru aukahlutirnir á myndunum hér fyrir neðan skemmtileg viðbót sem getur ýtt undir áhuga nemenda og sköpunargleði. Annars vegar er um að ræða aukahluti sem hægt er að nota til að búa til heima og völundarhús fyrir Bjölluna og með mottunum til að búa til hindranir. Hins vegar eru svo púslukubbar sem hægt er að raða saman að vild til að búa til vegi fyrir bjölluna. Púslin gefa möguleika á nýjum leiðum og forritum í hvert skipti sem Bjallan er notuð. Þessir aukahlutir fást m.a. í A4 og um að gera að skoða þá þar.