Í aukahlutapakkanum sem seldur er sér eru fjögur forritunarævintýri tilbúin til notkunar. Aukahlutapakkinn er sniðug viðbót við grunnpakkann, Hver bók inniheldur sjálfstæða sögu um Kubb og nýtt ævintýri. Bækurnar og teppin eru notuð á sama hátt og í grunnpakkanum, kennarinn les bókina með börnunum, þau leysa þrautirnar og forrita Kubb til að ferðast um teppið með því að nota skipanaborðið.
Bækurnar hafa hver sitt þema sem hægt er að lesa um hér fyrir neðan. Þemun má tengja við önnur verkefni í leikskólanum eða útvíkka þau t.d. með því að skoða bækur sem tengjast þemunum, vinna að með þau í listasmiðju eða lesa sögur t.d. um geiminn eða hafið.
Bókin fjallar um ævintýri Kubbs í borginni. Kubbur fer til borgarinnar til að hitta lækni en verður fyrir því óláni að týna mömmu sinni.
Í bókinni er fjallað um tilfinningar og hvernig best er að bregðast við ef maður týnist.
Hægt er að skoða bókina með því að smella á myndina.
Bókin fjallar um vettvangsferð sem Kubbur fer í með skólafélögum sínum. Þau fara á safn og fræðast um Egyptaland til forna.
Í bókinni er velt upp spurningum um hvernig lifnaðarhættir mannsins hafa breyst í gegnum tímann. Hvað er ólíkt og hvað er eins?
Hægt er að skoða bókina með því að smella á myndina.
Bókin fjallar um það þegar Kubbur fer í kafbátaferð fyrsta daginn í sumarfríinu. Þar lærir hann ýmislegt um hafið, plönturnar og dýrin sem búa þar.
Hægt er að skoða bókina með því að smella á myndina.
Bókin fjallar um skemmtilegan draum sem Kubbi dreymir einn daginn þegar hann kemur þreyttur heim úr skólanum og sofnar. Hann dreymir að hann sé geimfari sem ferðast um geiminn í geimfari. Í bókinni er m.a. fjallað um pláneturnar.
Hægt er að skoða bókina með því að smella á myndina.