instagram

Instagram er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar kemur að upplýsingatækni og kennslu. Instagram hefur samt verið notað í skólastarfi. Á tímabili notuðu leikskólar Instagram til að deila myndum til foreldra og Ingileif í Þelamerkurskóla hefur gert tilraunir við að deila myndum frá viðburðum með lifandi hætti. Instagram er eflaust eins og aðrir miðlar vafasamt varðandi persónuvernd en hér eru samt hugmyndir (gæta þarf að persónuvernd):

Instagram má nota til að:

Sýna verkefni nemenda

Nemendur taka myndir af umhverfi, munum, náttúru

Taka myndir í vettvangsferðum

Skila verkefni sem myndum

Vísindatilraunir skráðar með myndum

Merkja myndir með # t.d. #Utnatt þá er auðvelt að finna þær og deila

https://www.instagram.com/explore/tags/utnatt/