Nám í Reykjavíkurborg stutt af neti

Sveigjanlegt nám stutt af neti

Skólastarf í borginni hefur á síðustu misserum byggt á margvíslegri blöndu af staðnámi, heimanámi og námi í gegnum rafræna miðla. Nám með stuðning af neti snýst ekki um að yfirfæra hefðbundna skólaumhverfið inn í rafrænt umhverfi. Ýmsar aðgengilegar leiðir og ráð eru í boði sem styðja við samskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og heimila og tryggja börnum um leið öryggi og styðja við rútínu og nám.

Hagnýt verkfæri

Nemendur og kennarar í grunnskólum borgarinnar hafa allir aðgang að ýmsum tæknilausnum sem styðja vel við nám á neti. Möguleikar eru á samvinnu, fjarfundum, námsumsjón og skapandi starfi. Allir skólar hafa aðgang að Office 365 kerfinu og G Suite for Education þar sem má meðal annars finna Google Classroom og Google Meet forritin. Í stiku efst á þessum vef er meðal annars vísað á eftirfarandi efni.Þjónusta, aðgangsorð og búnaður

Mikilvægt að samskiptaleiðir milli nemenda/heimila og kennara séu skýrar (s.s. sími, póstur, náms- og kennslukerfi og heimasíður). Tryggja þarf að nemendur hafi aðgangs- og lykilorðin sín á hreinu en viti einnig hvert á að snúa sér ef lykilorð glatast. Í einhverjum tilvikum þarf að tryggja nemendum aðgengi að búnaði. Sjá nánar.


Persónuvernd

Persónuvernd í skólastarfi er mikilvæg nú sem endranær og mikilvægt að hafa verklag Skóla- og frístundasviðs til viðmiðunar. Sjá nánar.


Þessi síða er upplýsingaveita fyrir kennara og stjórnendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Síðan verður uppfærð eftir því sem aðstæður kalla á.

Ábendingar og fyrirspurnir má senda á nymid@reykjavik.is