Chrome viðbætur

Lokað er fyrir möguleika notenda til þess að sækja viðbætur, innbætur og smáforrit/öpp í kerfið. Hægt er að sækja um að bæta hugbúnaði við kerfið og fer það þá í gegnum áhættumatsferli UTR og SFS.

Tvær viðbætur hafa verið samþykktar til notkunar í Google Chrome vafranum hvorug safnar persónugreinanlegum upplýsingum.

Hér fyrir neðan birtum við þær viðbætur sem hafa farið í gegnum áhættumat og teljast öruggar fyrir starfsfólk og nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Þessar viðbætur finna notendur á verkfærastikunni efst til hægri undir púsluspils táknmyndinni.

Samþykktar viðbætur

Open Dyslexic breytir leturgerð á vefsíðum sem opnaðar eru í gegnum Google Chrome. Stafagerðin hentar ekki öllum og því mikilvægt að hver og einn notandi prófi sig áfram.

Read Aloud: A Text to Speech Voice Reader er talgervill sem talar 244 tungumál m.a. íslensku. Hægt er að láta hann lesa upp vefsíður eða önnur skjöl sem eru opnuð í gegnum Google Chrome vefvafrann.