Allir kennarar og grunnskólanemendur í Reykjavíkurborg hafa aðgang að Google skólalausnum. Ef þú ert með netfangið tost10@rvkskolar.is er gskolar netfangið þitt tost10@gskolar.is. Aðgangsorðið er gefið upp til nýrra notenda en ef það glatast skal hafa samband við Upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar í síma 411-1900 eða í gegnum netfangið utd@reykjavik.is. Þú getur smellt á myndbandið hér til hliðar til að fá nánari leiðbeiningar um það hvernig þú skráir þig inn á www.google.is (til að stækka það er smellt á örina í hægra horni).
Í flestum skólum eru Google tengiliðir sem geta aðstoðað þig ef þú lendir í vandræðum við innskráningu eða á fyrstu skrefum þínum í Google skólalausnum. Að byggja upp öflugt lærdómssamfélag er mikilvægur liður í því að efla starfsþróun á hverjum stað. Það eru ekki allir sérfræðingar en saman er hægt að komast langt. Ef þú telur að það sé ekki Google umsjónarmaður í þínum skóla skaltu endilega hafa samband við kennsluráðgjafana á NýMið í gegnum nymid@reykjavik.is.
Við höfum tekið saman gátlista ætlaða til útprentunar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í Google skólaumhverfinu. Fólki finnst oft þægilegt að vita af og geta gripið í gátlista sem er ekki líka á skjánum, heldur áþreifanlegur. Google lyklarnir eru hugsaðir eins og málfræði-/stærðfræðilyklarnir sem við þekkjum svo vel, prentaðir út á A4 blað, báðu megin, og brotnir saman eftir endilöngu:
Skoðaðu þig um í Google umhverfinu. Gott er að byrja á því að skoða Google Drive sem er heimasvæði hvers notanda.
Hér má finna kennslumyndbönd á íslensku sem koma þér af stað í Google Drifinu.
Auðvelt er að eiga samskipti við nemendur og aðra kennara í gegnum fjarfundakerfið Google Meet. Ekki er nauðsynlegt fyrir nemendur að vera innskráðir í Google kerfið til þess að taka þátt. Nóg er að senda þeim slóð á fjarfund t.d. í gegnum tölvupóst eða Mentor. Myndbandið hér til hliðar sýnir þér hvernig þú skráir þig inn á Google og býrð til fyrsta Google Meet fundinn. Athugið að ekki er hægt að opna Google Meet í gegnum Internet Explorer netvafrann.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um ýmislegt sem tengist forritinu á undirsíðunni: Google Meet
Margir skólar í Reykjavík eru að nýta sér Google Classroom námsumsjónarkerfið til að leggja fyrir og taka á móti verkefnum frá nemendum.
Hér má finna kennslumyndbönd á íslensku sem koma þér af stað í Google Classroom.
Hér má einnig finna leiðbeiningar fyrir nemendur (og forráðamenn) um helstu atriði Google Classroom.
Hægt er að nálgast tengilinn að Classroom í gegnum "belgísku vöffluna" sem geymir flýtileiðir að Google forritum. Innskráðir notendur @gskolar.is kerfisins geta einnig nálgast viðbót að Google Classroom ef Google Chrome vafrinn er notaður (sjá mynd)
Hér er dæmi um það hvernig skóli í Reykjavík stillti upp sinni kennslu eftir að hafa verið lokað vegna COVID-19 veirunnar.