Evolytes stærðfræðinámskerfið

Evolytes námskerfið kennir fyrstu skrefin í stærðfræði hraðar og með árangursríkari hætti, auk þess sem það gerir námsferlið spennandi og skemmtilegt.

Evolytes er gagnadrifið einstaklingsmiðað námskerfi sem nýtir rauntímagögn við greiningu á námsgetu barna í stærðfræði og aðlagar námsefnið að þeirra getu.


Námskerfið samanstendur af námsleik/tölvuleik, námsbók og upplýsingakerfi.

Námsbókin kennir fyrstu skrefin í stærðfræði í hnitmiðuðum stuttum köflum. Bókinni er ætlað að leggja inn nýja þekkingu. Æfing þekkingarinnar fer fram í námsleiknum.

Bókin er útprentuð en tengist gagnvirkt inn í námskerfið í gegnum leikinn.

Námskerfið les svörun barna og veitir þeim einstaklingsmiðað námsefni í rauntíma með því að aðlaga erfiðleikastig dæmanna í samræmi við getu þeirra. Aðlögun erfiðleikastigsins byggir á sálfræðikenningum sem tryggja hámörkun árangurs.

Upplýsingakerfið veitir upplýsingar um námsframvindu barna í rauntíma. Þar er hægt að fylgjast með svörun barna. Sjá hvar þeim gengur vel og hvar þeim gengur illa.

Upplýsingarnar gefa einstækt tækifæri til snemmtækrar íhlutanar. Þar sem upplýsingarnar berast í rauntíma á meðan börn svara.

Þróun Evolytes byggir á þverfaglegum rannsóknum til þriggja ára um það hvað gerir námið skemmtilegra og knýr fram bættan námsárangur. Sjá nánar á heimasíðu Evolytes.

Námsleikurinn er ætlaður fyrir iPad, en ekki nauðsynlegt að vera með 1:1 tæki.
Útgáfan fyrir
Chromebækur er í vinnslu, er að verða tilbúin.