Google Workspace for Education Plus

Google Workspace tölvuumhverfið er umgjörð í kringum stafræn verkfæri hjá Google sem skólar hjá Reyjavíkurborg hafa aðgang að. Frá og með nóvember 2020 eru notendur Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hluti af Google Workspace for Education Plus kerfinu sem býður upp á marga möguleika í sveigjanlegu námi. Auk nýjunga í mismunandi forritum gefa Education Plus leyfin SFS leið til að hafa betri stjórn og yfirsýn yfir gögn starfsmanna og nemenda, meðal annars hvar þau eru geymd . Helstu breytingar sem snúa að nemendum og kennurum er meðal annars:

  • 250 þátttakendur á hverjum Google Meet fjarfundi

  • Vinnustofur (e. Breakout Rooms), kannanir og Spurt og svarað (e. Q&A) möguleiki inn í Google Meet fjarfundakerfinu.

  • Bein útsending úr Google Meet fyrir allt að 100.000 áhorfendur (allir notendur þurfa að vera skráðir inn með @gskolar.is netfangi)

  • Ótakmarkaður aðgangur að ritstuldarvarnarskýrslum í Google Classroom (e. "Originality Reports) sem býður kennurum og nemendum upp á að bera saman textaskjöl nemenda við texta sem liggur nú þegar á netinu (og stuðla þar með að markvissari kennslu um rétta notkun heimilda og höfundarétt).

Verkfærin sem finnast í Google Workspace for Education kerfinu eru sérstaklega skilgreind fyrir verkefnavinnu með nemendum og er öll uppbygging kerfisins miðuð við að slík vinna geti farið fram á öruggan máta án þess að hætta sé á að óleyfilega gagnasöfnun eigi sér stað.

Nemendur geta notað verkfærin til notkunnar sín á milli og deilt gögnum og verkefnum með hvort öðru og svo kennurum sínum. Kennarar geta svo notað verkfærin til að leggja fyrir ákveðin verkefni og til að safna þeim saman.

Nánari upplýsingar um vinnureglur innan Google Workspace kerfisins má finna í handbók Reykjavíkurborgar.

Fleiri þjónustur
er að finna í Google Workspace s.s.
töflureikna,
vefsíður o.fl.