YouTube

YouTube er ekki hluti af kjarnaþjónustu Google Workspace. Athugið að nemendur geta horft á YouTube þegar þeir eru innskráðir með @gskolar.is netfangi en geta ekki stofnað rásir. Með því móti er YouTube aðgengilegt en safnar ekki neinum upplýsingum um nemendur.

Skv. persónuverndarfulltrúum SFS og Reykjavíkurborgar er heimilt að vera með beina útsendingu (streymi) frá viðburðum á meðan takmarkanir vegna Covid-19 eru í gildi. Þegar því tímabili lýkur eða þegar tækt verður að halda viðburði að viðstöddum foreldrum þrátt fyrir Covid-19 ættu athafnir að hverfa í fyrra horf.
Sjá ítarlegar leiðbeiningar vegna streymis.

YouTube myndbandaveitan er aðgengileg notendum Google skólalausna (@gskolar.is). YouTube býður kennurum upp á að hlaða upp myndböndum og/eða streyma í beinni útsendingu. Nemendur geta ekki hlaðið upp myndböndum eða streymt. Allir notendur geta horft á myndbönd.

ATH. vegna streymis:

  • Það tekur Google 24 klst. að samþykkja að notandi geti streymt viðburði á Youtube.

  • Að svo stöddu er einungis er hægt að nýta fartölvur/borðtölvur til streymis. (Ekki er hægt að streyma úr snjalltæki).

YouTube streymi - leiðbeiningar

Streymi í gegnum YouTube

Skipulag og undirbúningur

STREYMI VIÐBURÐA Á VEGUM SKÓLA- OG FRÍSTUNDASVIÐS VEGNA ÁHRIFA COVID-19_BFJ_TS_.pdf

Lokuð Youtube vídeó

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig á að stilla Youtube vídeó lokuð og deila þeim aðeins með ákveðnum aðilum. Ef það vakna einhverjar spurningar varðandi þetta hafið samband við bjarndis.fjola.jonsdottir@reykjavik.is

Youtube - Lokuð myndskeið