Önnur verkfæri

Listinn verður uppfærður eftir því sem við á

Önnur verkfæri

Nemendur og kennarar í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að ýmsum tæknilausnum sem styðja vel við nám á neti. Möguleikar eru á samvinnu, fjarfundum, námsumsjón og skapandi starfi.

Google tengd verkfæri

Lokað er fyrir möguleika notenda til þess að sækja viðbætur, innbætur og smáforrit/öpp í kerfið. Hægt er að sækja um að bæta hugbúnaði við kerfið og fer það þá í gegnum áhættumatsferli UTR og SFS.

Tvær viðbætur hafa verið samþykktar til notkunar í Google Chrome vafranum hvorug safnar persónugreinanlegum upplýsingum.

  1. Read aloud text to speech er vefþula sem les upphátt fyrir notendur texta sem opnaðir eru í Google Chrome vefvafra. Vefþulan getur lesið á 244 mismunandi tungumálum.

  2. Open dyslexic viðbótin breytir leturgerð á síðum sem notandi opnar. Letur þetta hjálpar einstaklingum sem eru greindir með dyslexíu (lesblindu).

Office 365

Office 365 sem allir nemendur og kennarar í borginni hafa aðgang að, gefur notendum netaðgang að hefðbundnu Office forritunum (Word, Excel, PowerPoint, OneNote, Outlook, Publisher og Access) auk samskiptaforritana Skype for Business og Microsoft Teams. Þó nokkur dæmi eru um að Teams lausnin sé notuð til fjarkennslu í framhaldsskólum vorið 2020. Háskóli Íslands hefur útbúið leiðbeiningar fyrir ýmsa hluta kerfisins. Leiðbeiningar fyrir t.d. foreldrafundi í Teams.


Widgit Online

Verkfæri til sjónrænna samskipta. Allir starfsstaðir undir Skóla- og frístundasviði geta fengið aðgang. Nánari upplýsingar í gegnum mixtura@reykjavik.is.


Moodle

Moodle er öflugt námsumsjónarkerfi sem býður upp á fjölda hagnýtra kennsluverkfæra s.s. hugbúnað til prófagerðar og verkefnaskila, umræðuþræði, rauntímaspjall, orðalista, gagnagrunna, einkunnabókhald o.m.fl. Í Moodle kerfi Reykjavíkurborgar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og fræðslu. Eins er þar vísað á opið efni sem kennurum er heimilt að nýta. Hér er einnig hægt að skyggnast sem gestur inn í Moodle hjá Vogaskóla vorið 2020.


Heimasíður grunnskólanna hafa verið uppfærðar. Nýja viðbótin les ljósmyndir og myndskeið úr Google Drive möppu og birtir í myndaalbúmi á WordPress vef.


Og sitthvað fleira...

Úrval tæknilausna sem styðja við nám og kennslu er margvíslegt. Þegar nýjar lausnir eru tekar í notkun er mikilvægt að rýna þær út frá persónuverndarsjónarmiðum sem og náms- og kennslufræðilegum áherslum. Listinn verður uppfærður eftir því sem við á.