NASA og Google Arts and Culture hafa tekið saman mjög fróðlegt efni um Alþjóðlegu geimstöðina sem þeir kalla "20 Years on the ISS". Umfjöllunarefnið er lýsing á hvernig er að búa og vinna á geimstöðinni.
Classroom Screen - fjölbreytti upplýsingaskjárinn
ClassroomScreen er veflæg þjónusta sem býður upp á fjölbreytt verkfæri eins og klukku, tímatöku, hópaskiptingu út frá nafnalista og gerð QR-kóða. Í gegnum stillingar er hægt að velja úr fjölda tungumála og ekki er þörf á innskráningu til að nýta sér verkfærin.
Veforðabókin Snara
Nemendur og kennarar grunnskóla Reykjavíkur haft aðgang að veforðabókinni Snöru heima fyrir.
Smellt er á "Innskráning" og Innskrá með Google". Þar er @gskolar.is netfang nemanda slegið inn, ásamt lykilorði.
Aukin aðgangur að náms- og kennsluefni
Menntamálastofnun hefur á nýrri Fræðslugátt opnað tímabundinn aðgang að ýmsu náms- og kennsluefni á rafrænu formi sem áður var ekki aðgengilegt.
Dýr í 3D
Ef þú opnar Google í snjalltæki og skrifar inn í leitarorðið "Tiger" þá geturðu kallað fram tígrisdýr sem birtist á skjánum í þínu raunverulega umhverfi (í gegnum AR). Nánari upplýsingar má finna á þessari síðu (meðal annars lista yfir fleiri dýr).
Ekki nægilega margar tölvur á heimilinu?
Ef til er nettengd PS4 eða X-box leikjatölva á heimilinu er hægt að nýta hana til að komast í almennan netvafra og þaðan inn á hin ýmsu verkfæri sem skólarnir eru að nota.
Engin nettenging?
Sum símafyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum ótakmarkað gagnamagn í samgöngubanni. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að tengja Wi-Fi í snjallsíma til að nettengja tölvu/tæki (búa til Hotspot með snjallsíma).