Google Meet

Google Meet forritið býður upp á fjarfund þar sem margir þátttakendur geta komið saman, í mynd eða ekki, það er val hvers og eins.

Mikilvægt er að taka fram að sá sem stofnar fundinn þarf að gera það í gegnum Google kerfið en aðrir þátttakendur, eins og t.d. nemendur, þurfa ekki að vera skráðir inn í Google. Það nægir að senda þeim slóð á fundinn, t.d. með tölvupósti eða í gegnum námsumsjónarkerfi eins og Mentor, og þeir komast inn til að taka þátt. Með tilkomu Google Workspace Plus leyfa, sem notendur Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafa aðgang að, er þó nauðsynlegt að taka fram að til að hægt sé að skipta þátttakendum upp í vinnustofur (e. Breakout Rooms) er nauðsynlegt að þeir séu skráðir inn á fundinn með einhverju Google netfangi (þarf ekki að vera @gskolar.is þó að mælt sé með því).

Best er að nota Google Chrome netvafrann til að tengjast Google Meet fjarfundi en einnig er hægt að nota Safari, Firefox og Microsoft Edge. Notendur fá upp villuskilaboð ef reynt er að tengjast í gegnum Internet Explorer. Hér má finna leiðbeiningar um það hvernig Chrome netvafrinn er settur sem sjálfgefinn vafri í Windows stýrikerfinu.

Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar og kennslumyndbönd á íslensku um fyrstu skrefin í Google Meet.

Gott að hafa í huga:

  1. Nemendur þurfa ekki að skrá sig inn á Google til að taka þátt, nema ef notast á við vinnustofur (e. Breakout Rooms).

  2. Ef þú ert með gögn sem þú ætlar að kynna, t.d. glærur, er best að vera búin/n að opna þær í tölvunni áður en fundurinn hefst.

  3. Gott er að fara yfir vinnureglur á fjarfundum með þeim þátttakendum sem þurfa hugsanlega á því að halda. Spjallglugginn er t.d. hugsaður sem leið fyrir þátttakendur til að leggja fram spurningar eða innlegg um það sem verið er að ræða - hann er ekki hugsaður sem almennur spjallgluggi.

  4. Þeir þátttakendur sem koma á fundinn án þess að vera skráðir inn í gegnum Google kerfið eru beðnir um að skrifa nafn sitt áður en þeir tengjast. Góð vinnuregla er að biðja alla um að skrifa fullt nafn, eða a.m.k. ekki nota gælunöfn eða aðrar myndir af nafninu sínu.

  5. Hægt er að deila þessum vinnureglum með nemendum.

Innskráning
og að búa til fund

Google Meet_ad tengjast og bjoda a fund.mp4

Valmöguleikar
í Google Meet

Google Meet_valmoguleikar.mp4

Velkomin-glæra fyrir Google Meet
með Google Slides

Google Meet - Velkomin glæra með hljóði - leiðbeiningar

Skipta um
bakgrunn

Google Meet - skipta um bakgrunn

Breyta útliti

Google Meet - að breyta útliti

Vinnustofur (Google Enterprise)

Google Meet - vinnustofur (Google Enterprise)

Kannanir (Google Enterprise)

Google Meet - kannanir (Google Enterprise)

Spurt og svarað (Google Enterprise)

Google Meet - Spurt og svarað (Google Enterprise)