Persónuvernd

Frá Persónuvernd um fjarkennslu í skólum

Vegna fyrirspurna frá sveitarfélögum og einstaklingum innan skólasamfélagsins hefur Persónuvernd tekið saman helstu atriði sem hafa ber í huga þegar kemur að nýtingu tæknilausna í fjarkennslu.


Reglur skóla- og frístundasviðs

Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að tryggja í hvívetna áreiðanleika, trúnað og öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með á vegum borgarinnar. Neðst á vefsíðum allra grunnskóla er vísað í síðu um meðferð persónuupplýsinga í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.

Myndatökur og myndbirtingar

Í reglum borgarinnar kemur fram að gæta skal varúðar og nærgætni og virðingar við allar myndatökur og myndbirtingar af börnum. Um allar myndatökur og myndbirtingar, hvort sem er á opnu eða læstu svæði, gildir sú regla að börn og ungmenni skulu aldrei sýnd á ögrandi, niðrandi eða óviðeigandi hátt.

ATH. Öll myndataka af börnum í daglegu skóla- og frístundastarfi skal fara fram með tæki í eigu viðkomandi starfsstöðvar skóla- og frístundasviðs. Starfsfólki er óheimilt að taka ljósmyndir og/eða myndbönd af börnum á tæki í einkaeigu sinni.


Stafrænir tímar

Á tímum þegar kennsla færist í auknum mæli yfir á net er sérlega mikilvægt að huga að persónuverndarmálunum. Í handbók um notkun Google skólalausna er að finna eftirfarandi atriði:


Tölvupóstur í Google skólaumhverfinu er ætlaður til notkunar fyrir verkefnavinnu með nemendum. Starfsfólk á ekki að nota lausnina fyrir skýrslur, skjöl, áætlanir eða hvers kyns gögn sem gætu innihaldið persónuupplýsingar. Áfram skal nota tölvupóstlausn Microsoft og netfangið frá Reykjavíkurborg sem endar á @rvkskolar.is fyrir dagleg störf og mikilvægt er að fylgjast með póstum sem koma þangað.

Í Google Meet geta eingöngu kennarar hafið myndsímtal og hver nemandi þarf að samþykkja boðið. Nemendur hafa ekki réttindi í Google Workspace for Education kerfi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar til að hefja myndsímtöl við kennara eða sín á milli. Nemandi getur sjálfur valið hvort hann sé í mynd eða ekki, eins hvort kveikt er á hljóðnema. Kennari getur einnig slökkt á hljóðnemum nemenda.



Nemendur og netið

Á vefsíðu SAFT er að finna fjölbreytt efni sem nýta má til að fræða nemendur um nets og tæknimiðla.

  • SAFT - samfélag, fjölskylda og tækni: www.saft.is