Þjónusta & samráð

Lærdómssamfélög skóla

Eitt af því sem einkennir skólastarf er hvað kennarar eru duglegir að læra saman, miðla sín á milli og deila góðum hugmyndum, ráðum og efni. Lærdómssamfélög, hópar eða einstakir kennarar innan eða milli skóla, eru mjög mikilvæg og hafa mikla þýðingu þegar kemur að tæknilegum stuðningi við samstarfsfólk.


Aðstoð frá Nýmið

Hlutverk Nýsköpunarmiðju menntamála (NýMið) er að styðja við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar. Hjá NýMið starfa verkefnastjórar og kennsluráðgjafar í upplýsingatækni sem veita ráðgjöf og stuðning við stjórnendur og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.


Búnaðarbanki SFS

Starfsfólki skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur stendur til boða að fá lánuð fjölbreytt náms- og kennslugögn í Búnaðarbanka SFS. Á pöntunarvef er hægt að skoða og velja búnað sem síðan er sóttur á opnunartíma bankans í Mixtúru í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.


Tæknileg aðstoð

Í flestum skólum eru starfsmenn sem hafa aukin réttindi í kerfinu til að endursetja lykilorð og leysa úr einföldum málum.

Þjónustuver tölvudeildar Reykjavíkurborgar veitir einnig aðstoð í síma 411 1900 og tölvupósti: utr@reykjavik.is


Workplace og Facebook

Á Workplace svæði starfsmanna Reykjavíkurborgar má finna nokkra hópa sem tengjast upplýsingatækni hjá Skóla- og frístundasviði.

Starfsfólk skólanna hefur aðgang að þessum hópum en þar fer fram mikilvæg umræða um notkun þessara verkfæra í skólastarfinu og eru sem flestir hvattir til að skrá sig í hópana.

Á Facebook má einnig nálgast gagnleg lærdómssamfélög fyrir kennara s.s. í Skólaþróunarspjallinu og Google í skólastarfi.


Persónuvernd

Hér fyrir neðan er hlekkur á ítarlega umfjöllun um persónuvernd og stafrænt skólastarf á vef stafrænu gróskunnar.

Hér á vefnum má finna umfjöllun um meðferð persónuupplýsinga hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.


Samningur um búnaðarlán

Lagt er til að foreldrar sem óska eftir að fá lánað tæki fái samninginn sendan í tölvupósti og geti samþykkt hann með því að svara til baka að þeir samþykki skilmála samningsins. Þetta er mikilvægt með tilliti til þess að með þessu er verið að minnka smithættu. Vert er að benda á að foreldrar eru ekki skyldugir til að fá tæki að láni heldur er það val


A2B149EB-9FC4-4EAE-B65D-54D539B461FA_L0_001.mov