Búnaðarbanki SFS

Í menntastefnu Reykjavíkur er lögð áhersla á að nýta stafræna tækni í skóla- og frístundastarfi til að auðga menntun og veita börnum fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar. Fyrir framsækið starfsfólk sem vinnur að þessu markmiði með því að tileinka sér nýja starfs- og kennsluhætti býður NýMið - Nýsköpunarmiðstöð menntamála upp á aðgengi að fjölbreyttum og spennandi tæknibúnaði.

Starfsfólki skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur stendur til boða að fá lánuð fjölbreytt náms- og kennslugögn í Búnaðarbanka SFS. Á pöntunarvef er hægt að skoða og velja búnað sem síðan er sóttur á opnunartíma bankans í Mixtúru í Álfabakka 10, 2. hæð, 109 Reykjavík.

Eitt af verkefnum Búnaðarbankans er að bjóða upp á tæknikistur fyrir leikskóla. Í tæknikistunum er margvíslegur búnaður sérvalinn til skapandi tækninotkunar í örvandi námsumhverfi. Í kistunum er að finna búnað og áþreifanlega hluti sem tengja má við stafræna hæfni, þjálfun fínhreyfinga og rökhugsun, vinnu með stafi, orð, tölur, form, gagnvirkni, tilraunastarf og margvíslega tjáningu í máli, myndum og aðgerðum.