Vettvangsferðir
Fjölmargir opinberir aðilar, söfn og félagasamtök bjóða upp á stafrænar vettvangsferðir af ýmsu tagi, svo sem innsýn á aðstöðu og verkefni meðal annars í 360°myndum, myndbönd með og án viðtala og sýndarveruleika (VR). Vettvangsferðir geta nýst sem kveikjur að ákveðnu viðfangsefni eða sem upplifun og upplýsingagjöf sem erfitt væri að nálgast með öðru móti.
Meirihluti þess efnis sem vísað er í er á ensku en ef myndböndin liggja á YouTube er hægt að láta veflausnina þýða sjálkrafa yfir á íslensku í gegnum skjátexta eða CC merkið sem finnst neðst á skjánum hægra megin. Alltaf skal setja fyrirvara við sjálfvirkar þýðingar í Google.
Listinn hér fyrir neðan er birtur með fyrirvara á breytingum á þeim vefsíðum sem hýsa efnið.
Alþjóðlega geimstöðin (vefsíða): Myndbönd um lífið í geimstöðinni, streymi frá geimstöðinni, verkefni fyrir nemendur ofl. Áhafnir geimstöðvarinnar stunda rannsóknir í líffræði, efnafræði, læknisfræði, sálfræði og eðlisfræði, sem og stjörnufræð og veðurfræði. Í stöðinni er einstakt umhverfi til að prófa ýmsa hluti sem þarf í mannaða leiðangra til tunglsins og Mars. Texti fenginn frá Stjörnufræðivefnum þar sem má finna nánari upplýsingar.
Access Mars (vefsíða): WebVR verkefni á vegum NASA og Google. Hægt að hoppa á milli staða á yfirborði Mars (eins og í Google Map) og fræðast um vélmennið sem greinir sýni og tekur myndir. Nánari upplýsingar um plánetinu má finna á Stjörnufræðivefnum.
San Diego dýragarðurinn (vefsíða): Streymi í rauntíma frá mismunandi dýrum, upplýsingar um dýr og stafræn verkefni fyrir nemendur.
Landbúnaður í Kanada (vefsíða): 360° myndbönd sem og hefðbundin kynningarmyndbönd sem sýna mismunandi bóndabæi og ræktun dýra til manneldis. Menntamálastofnun heldur úti upplýsingavef um íslensk húsdýr.
Vettvangsferðir í náttúrunni (vefsíða): Myndbönd, verkefni og kennsluleiðbeiningar fyrir 9 mismunandi náttúrusvæði í heiminum, meðal annars kóralrif, regnskóga og eyðimerkur.
National Museum of Natural History í Washington (WebVR í gegnum vefsíðu): Hægt að labba um safnið og nota aðdráttinn á músinni til að lesa á skilti og skoða hluti nánar.
Renwick Gallery, Smithsonian American Art Museum (iOS): Notendur geta valið að nýta sér þrívíddargleraugu eða snjalltæki til að labba um safnið og skoða sýningu þar sem níu listamenn hönnuðu sérstaklega verk fyrir rýmin sem þau fengu úthlutað.