Ýmis stafræn verkfæri má nota til að safna gögnum og skoða heiminn.
Ein leið er að nota rafrænar smásjár og sjónauka, sem eru með innbyggða myndavél.
Önnur leið er að nota stafrænar myndavélar og myndavélar sem eru í snjalltækjum.
Svo eru til allskonar stafrænir nemar sem ýmist safna í sig gögnum, eða tengjast tölvum og snjalltækjum.
Dæmi um nema eru hitamælar, sýrustigsmálar, þrýstingsmælar.
Kennarar í Reykjavík geta fengið mæla lánaða hjá Mixtúru
Kennarar í Kópavogi geta fengið mæla lánaða hjá Snjallbankanum
Upplýsingar frá Kópavogsbæ:
Þráðlausir mælar Notkunarleiðbeiningar um Vernier og Pasco mælana.
Þráðlausir mælar Kennsluhugmyndir.
•Hitastigið úti og inni
•Hávaðastig vs. fjöldi nemenda í matsal
•Hitastig v.s. magn leysts efnis
•Hraði rúllandi kúlu v.s. halla brautar
•Fjöldi fugla á lóðinni
•Hæð á vaxandi plöntu
•O.s.fv.
•Nota til þess, töflureikna, gagnagrunnar, grafísk tæki
•Reikna út, t.d. orkunotkun, næringarefni, hraða, hröðun, afl.........
•Útbúa myndrit
•Rannsaka, leita að mynstrum, regluleika
Í snjalltækjum eru innbyggðir ýmsir nemar sem nota með smáforritum til að mæla. Líklegt að þær mælingar séu ekki eins nákvæmar en gætu verið ágætis kynning á hvað hægt sé að gera.
Til dæmis má mæla: hjartslátt, hljóðstyrk, ljósmagn, hitastig (innbyggt í sumum símum)
Á vefnum Snjöll börn er lýst verkefni þar sem leikskólabörn nota stafrænan hitamæli.
Sækja Arduino Science Journal (Android)
Sækja Arduino Science Journal (iOS)
Science Journal er app sem leyfir okkur að nota nemana í tækjunum og skrá niður í línurit.
Með því er hægt að mæla:
-hljóðstyrk
-tónhæð
-hröðun
-hreyfingu í þrem plönum
-segulsvið
- birtumagn
Síðan er hægt að sækja gögnin og vinna með þau frekar.
Sjá skjáskot úr appinu hér að neðan.
https://phyphox.org/ Annað forrit sem mér sýnist að geti nýst í framhaldsskólum í ýmsar tilraunir
Síðast uppfært 9. mars 2021 Svava