Sphero er lítill og nettur forritanlegur róbóti með marga möguleika, með Sphero er hægt að leysa spennandi verkefni sem efla stærðfræði-, verk- og rökhugsun samhliða því að byggja upp hæfileika eins og sjálfstraust og samskipta- og forystuhæfni.
Það er hægt að nota legókubba til að byggja í kringum vélmennið sem eykur möguleikana á skapandi vinnu mikið. Hægt er að fá hulstur utan um Sphero sem ver hann fyrir óhreinindum og hnjaski og gefur möguleika á að hægt sé að fara með hann út eða jafnvel mála með honum.
Sphero Mini er eins og nafnið bendir til minni og ódýrari útgáfa af hinum vinsæla Sphero róbóta. Sphero Mini er forritanlegur, smár og skemmtilega hannaður.