Leikrit

Leikrit

Í verkefnunum hafa verið settar fram nokkrar hugmyndir um forritunarverkefni með Sphero. Þessi verkefni eru til þess fallin að hjálpa börnum að þróa hæfileika sína til sköpunar og úrlausna á ýmsum vandamálum á líflegan og skemmtilegan hátt. Verkefnin efla þrautsegju og auðvelt er að tengja þau inn í hinar ýmsu námsgreinar.

Verkefnin hér að framan eru engan veginn tæmandi yfir það sem hægt er að gera með Sphero, það er um að gera að nýta sér hugmyndir nemenda og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín í gegnum forritunina. Skemmtilegt framhaldsverkefni gæti t.d. verið að forrita Sphero til einhverra hagnýtra hluta, t.d. að búa til stand fyrir síma sem hægt væri að keyra um og nota til að taka myndband, forrita vagn sem hægt væri að nýta til að flytja skrifleg skilaboð á milli herbergja o.s.frv.