Dash og Dot

Vélmennin Dash og Dot eru margverðlaunuð snjalltæki sem hægt er að forrita með spjaldtölvum. Dash og Dot geta framkvæmt ýmis verkefni s.s. að fara í gegnum þrautabrautir, sendast með skilaboð eða dansa.

Vélmennin gera forritun með börnum áþreifanlega og athafnamiðaða. Þau koma að góðum notum við að efla gagnrýna hugsun, samvinnu, tjáningu og sköpun . Einnig falla þau vel að markmiðum aðalnámskrár og þeirri staðreynd að börn læra best í gegnum leik með áhugaverð viðfangsefni.

Dash og Dot eða Dóra og Doddi, eins og þau eru kölluð á Miðstöð skólaþróunar, gefa óendanlega möguleika á skemmtilegum verkefnum þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Með vélmennunum fylgja armar sem hægt er að

Dash

  • Róbótinn virkar með spjaldtölvum frá Apple, Android og Amazon
  • Hefur hlýlegt viðmót - gefur frá sér hljóð og snýr sér að þeim sem talar
  • Fjölbreyttar stillingar og möguleikar, getur ferðast um, notað ljós og hátalara, haft samskipti við önnur vélmenni og hreyft höfuðið
  • Virkar með LEGO kubbum, hægt að festa arma á Dash og kubba við þá
  • Ýmsir aukahlutir til s.s. sílófónn, pennar, armur, kastarmur og framlenging fyrir LEGO kubba

Dot

  • Róbótinn virkar með spjaldtölvum frá Apple, Android og Amazon
  • Hefur hlýlegt viðmót - gefur frá sér hljóð
  • Fjölbreyttar stillingar og möguleikar, getur gefið frá sér hljóð, notað ljós og haft samskipti við önnur vélmenni