Dash og Dot

Vélmennin Dash og Dot eru margverðlaunuð snjalltæki sem hægt er að forrita með spjaldtölvum. Dash og Dot geta framkvæmt ýmis verkefni s.s. að fara í gegnum þrautabrautir, sendast með skilaboð eða dansa.

Vélmennin gera forritun með börnum áþreifanlega og athafnamiðaða. Þau koma að góðum notum við að efla gagnrýna hugsun, samvinnu, tjáningu og sköpun . Einnig falla þau vel að markmiðum aðalnámskrár og þeirri staðreynd að börn læra best í gegnum leik með áhugaverð viðfangsefni.

Dash og Dot eða Dóra og Doddi, eins og þau eru kölluð á Miðstöð skólaþróunar, gefa óendanlega möguleika á skemmtilegum verkefnum þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Með vélmennunum fylgja armar sem hægt er að

Vefrit - forritun með Dash og Dot

Wonder Workshop gaf út fimm tímarit um Dash og Dot með skemmtilegum hugmyndum sem áhugavert er að glugga í. Á vefsíðum á borð við Pinterest og á samskiptamiðlum á borð við Facebook og Twitter má einnig finna fjöldan allan af hugmyndum ef leitað er eftir #wonderworkshop eða Dash & Dot.