Dash og Dot

Vélmennin Dash og Dot eru margverðlaunuð snjalltæki sem hægt er að forrita með spjaldtölvum. Dash og Dot geta framkvæmt ýmis verkefni s.s. að fara í gegnum þrautabrautir, sendast með skilaboð eða dansa.

Vélmennin gera forritun með börnum áþreifanlega og athafnamiðaða. Þau koma að góðum notum við að efla gagnrýna hugsun, samvinnu, tjáningu og sköpun . Einnig falla þau vel að markmiðum aðalnámskrár og þeirri staðreynd að börn læra best í gegnum leik með áhugaverð viðfangsefni.

Dash og Dot eða Dóra og Doddi, eins og þau eru kölluð á Miðstöð skólaþróunar, gefa óendanlega möguleika á skemmtilegum verkefnum þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Með vélmennunum fylgja armar sem hægt er að

Smáforritin

Dash og Dot fylgja fimm smáforrit sem hægt er að nota til að forrita og stjórna róbótunum. Þau eru öll ætluð fyrir börn sex ára og eldri, hér fyrir neðan má lesa nánar um hvert og eitt forrit. Í verkefnasafninu er mest unnið með Blockly smáforritið en í því læra börn að nota blokkarforritun.

Blockly

Blockly byggir á kubbaforritun. Forritið gerir nemendum kleift að læra forritun á einfaldan hátt í gegnum leik og þrautir.

Wonder

Wonder byggist á myndrænu forritunarumhverfi sem hannað var sérstaklega með börn í huga.

Go

Einfalt forrit fyrir Dash og Dot þar sem nemendur kynnast því hvernig ljósin, hljóðin, skynjararnir og hreyfingarnar virka.

Path

Path kennir grundvallarhugsunina á bak við forritun í gegnum teikningu. Sniðugt fyrir þá sem eru ekki farnir að lesa.