Dash og Dot

Vélmennin Dash og Dot eru margverðlaunuð snjalltæki sem hægt er að forrita með spjaldtölvum. Dash og Dot geta framkvæmt ýmis verkefni s.s. að fara í gegnum þrautabrautir, sendast með skilaboð eða dansa.

Vélmennin gera forritun með börnum áþreifanlega og athafnamiðaða. Þau koma að góðum notum við að efla gagnrýna hugsun, samvinnu, tjáningu og sköpun . Einnig falla þau vel að markmiðum aðalnámskrár og þeirri staðreynd að börn læra best í gegnum leik með áhugaverð viðfangsefni.

Dash og Dot eða Dóra og Doddi, eins og þau eru kölluð á Miðstöð skólaþróunar, gefa óendanlega möguleika á skemmtilegum verkefnum þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Með vélmennunum fylgja armar sem hægt er að

Fylgihlutir

Armar fyrir Lego kubba

Lykkja fyrir boltaleiki

Sílófónn

Skófla, krókur, lykkjur og róla

Standur fyrir farsíma

Standur fyrir penna

Armur með kló

Spjöld með verkefnum