Æxlun

Það er munur á milli kynferðislegra hvata og því sem æxlun felur í sér og þetta tvennt getur tekið breytingum með tímanum.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því að ekki allar þunganir eru skipulagðar og koma má í veg fyrir ótímabæra þungun.

  • áttað sig á þeim greinarmun sem er milli kynferðislegra hvata og æxlunar.

  • greint frá því karlar og konur upplifa breytingar í kynferðislegum hvötum, langanir og getu til æxlunar í gegnum lífið.

  • skýrt frá þeim leiðum sem hægt er að fara til að koma í veg fyrir getnað í framtíðinni.

Það eru ekki allir sem upplifa frjósemi og getu til að eignast börn án aðstoðar.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá þeim leiðum sem ófrjó pör geta farið til að leita aðstoðar við getnað.

  • sýnt fram á leiðir til að sýna stuðning og skilning gagnvart einstaklingum sem eru að glíma við ófrjósemi.