Að skilja, þekkja og minnka áhættu gagnvart kynsjúkdómum

Sporna má við kynsjúkdómum, t.d. klamydía, lekandi, sárasótt, HPV-veiran eða HIV, lækna þá eða veita meðferð við þeim.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst þeim leiðum sem mismunandi kynsjúkdómar geta smitast með (t.d. við samfarir, munnmök, óhreinar nálar eða blóðgjöf).

  • greint frá því að án kynsjúkdómar eru sjúkdómar sem smitast með samförum.

  • greint frá þeim leiðum sem hægt er að fara til að minnka líkurnar á því að smitast eða smita aðra af kynsjúkdómum, t.d. með réttri notkun smokksins, einkvæni, fjöldi bólfélaga og að fara reglulega í skimum við kynsjúkdómum.

  • útskýrt að sumir einstaklingar eru í áhættuhópi með tilliti til þess að fá kynsjúkdóma, t.d. HIV.

  • greint frá mikilvægi þess að geta rætt við maka/bólfélaga um notkun kynsjúkdómavarna og sýnt fram á getu til að neita að stunda óvarið kynlíf.

  • sýnt fram á hvernig rétt notkun smokksins/töfrateppis fer fram.

Heilbrigðisstofnanir bjóða upp á kynsjúkdómapróf og veita lækningu eða meðferð gegn kynsjúkdómum greinist einstaklingur með kynsjúkdóm. Þær bjóða einnig upp á fyrirbyggjandi meðferðir líkt og PrEP fyrir áhættuhópa.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá þeim leiðum sem hægt er að fara til að fara í kynsjúkdómapróf.

  • útskýrt hvað PrEP eða PEP er og hvernig það nýtist í að hindra HIV smit.

  • rætt um mikilvægi þess að allir einstaklingar hafi greiðan aðgang að kynsjúkdómaprófum.

  • greint frá því hvernig megi styðja vin í því að fara í kynsjúkdómapróf.

Samskipta-, samninga- og neitunarfærni getur hjálpað ungu fólki til að vinna gegn óvelkomnum kynferðislegum þrýstingi og stuðla að öruggri kynferðislegri hegðun (t.d. sífelldri notkun smokksins og annarra getnaðarvarna).

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá og rætt við samnemendur um hvernig hæfni einstaklinga til að ræða um notkun getnaðarvarna og öruggt kynlíf verður fyrir áhrifum af samfélagslegum stöðlum, viðhorfi, valdaójafnvægi, aldri, trú eða öðrum þáttum í umhverfinu.

  • sýnt fram á hæfni til að eiga í samskiptum um notkun getnaðarvarna, standast þrýsting og getu til að neita því að stunda óöruggt kynlíf.