Menning, samfélög og kynferði

Það er hægt að fara margvíslegar leiðir til að læra um okkur sjálf, tilfinningar okkar og líkama.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sett fram lista af uppsprettum upplýsinga sem hjálpar nemandum að skilja eigið sjálf, tilfinningar sínar og líkama (t.d. fjölskyldur, kennarar, félagar, samfélag, samfélagsmiðlar, fjölmiðlar o.fl.)

  • áttað sig á og rætt hvernig þau gildi og viðhorf sem lærast af fjölskyldu og samfélagi hafa áhrif á sjálfsvitund einstaklingsins, tilfinningar hans og skilning á eigin líkama.

  • nefnt fullorðna einstaklinga sem hann treystir og sýnt hvernig hægt er að spyrja spurninga sem maður hefur um eigin tilfinningar og líkama.