Að skilja, þekkja og minnka áhættu gagnvart kynsjúkdómum
Einstaklingar geta fengið kynsjúkdóma eftir að stundað hefur verið kynlíf með einstaklingi sem er smitaður af kynsjúkdómi en til eru leiðir til að minnka áhættuna á að fá kynsjúkdóma.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
tilgreint algengustu kynsjúkdómana (t.d. HIV, HPV veiran, herpes, klamydía og lekandi).
lýst því að HIV smitast ekki með daglegri snertingu (t.d. handabandi, faðmlögum eða drekka úr sama glasi).
HIV er vírus sem smitast á margvíslegan máta, þar á meðal í óvörðu kynlífi með HIV smituðum einstaklingi.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
lýst þeim leiðum sem HIV getur smitast með (t.d. óvörðum kynmökum, blóðgjöf, sprautum, meðgöngu og við brjóstagjöf).
sagt frá því að flestir sem smitast af HIV er við óvarin kynmök við HIV smitaðan einstakling.
Það eru leiðir sem fólk getur farið til að minnka líkurnar á því að fá kynsjúkdóm.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
lýst þeim leiðum sem hægt er að fara til minnka líkurnar á því að smitast eða smita aðra af kynsjúkdómi (t.d. smokkurinn eða töfrateppið og PREP lyf til að sporna við HIV).
tilgreint hvernig rétt notkun á smokkinum er.
sagt frá því hvenær HPV bólusetningin er gefin og hver tilgangur hennar sé.
leikið eftir eða sýnt fram á samskipti, samræðu og neitunarhæfni þegar einstaklingur verður fyrir óvelkomnum þrýstingi til kynferðislegra athafna eða þrýstingi til að sleppa kynsjúkdóma- og getnaðarvörnum.
Kynsjúkdómapróf er eina leiðin til að komast að því hvort að einstaklingur sé með kynsjúkdóm. Til er meðferð við flestum kynsjúkdómum.
Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :
sagt frá hvað felist í kynsjúkdómaprófum og helstu meðferðum sem til eru gegn þeim.
lýst því hvernig hægt sé að styðja einstakling sem vill fara í kynsjúkdómapróf.
greint frá mikilvægi þess að stuðla að öruggu og styðjandi umhverfi fyrir þá sem vilja fara í kynsjúkdómapróf.
sagt frá hvert sé hægt að leita til að fara í kynsjúkdómapróf.