Skuldbinding og foreldrahlutverkið

Barnagiftingar eru skaðlegar og gegn lögum í flestum löndum heimsins.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sagt til um hvað felist í barnagiftingum (CEFM : Child, early and forced marriages).

  • sagt frá þeim neikvæðu afleiðingum sem CEFM hefur á barn, fjölskyldu þess og samfélag.

  • greint frá því að barnagiftingar séu skaðlegar.

Langtíma sambönd, hjónaband og foreldrahlutverkið eru margvísleg og eru mótuð af samfélagi, trú, menningu og lögum.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • listað upp þá meginþætti sem felast í langtímasamböndum, hjónabandi og foreldrahlutverkinu.

  • lýst því hvernig menning, trúarbrögð, samfélag og lög/reglugerðir hafa áhrif á langtíma sambönd, hjónabönd og foreldrahlutverkið.

  • greint frá því að allir einstaklingar hafi rétt á því að þeir sjálfir eigi að fá að ráða hverjum og hvenær þeir giftast.

  • rökrætt sína skoðun á langtíma samböndum, hjónabandi og foreldrahlutverkinu.

Menning og kynjahlutverk hafa áhrif á uppeldi.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • rætt við aðra hvernig menning og kynhlutverk hafa áhrif á uppeldi.

  • endurspeglað eigin gildi og skoðanir á því hvað felist í að vera gott foreldri.