Jafnrétti kynjanna, staðalímyndir og fordómar

Kynjamisrétti og valdaójafnvægi á sér stað innan fjölskyldna, vina, sambanda, nærsamfélags og menningarheims.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í kynjamisrétti.

  • lýst því hvernig kynjamisrétti geti tengst mismunandi valdadreifingu innan fjölskyldu, vina, samfélags og menningar.

  • rætt neikvæðar afleiðingar kynjamisréttis og valdaójafnvægis innan sambanda.

  • rætt eigin ábyrgð og ábyrgð annarra um að vinna gegn kynjamisrétti.

  • lýst leiðum að því að styðja við jafnrétti kynjanna innan heimilis, í skóla og samfélaginu í heild.

Staðalímyndir um kyn og kynhneigðir geta valdið misrétti og ójafnræði.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í staðalímyndum er tengjast kynjum og kynjahlutverkum.

  • áttað sig á staðalímyndum kynjanna og þeim væntingum sem gerðar eru til kynjanna og hvernig það getur haft áhrif á líf einstaklinga (á bæði jákvæðan eða neikvæðan hátt).

  • greint frá því að mismunandi væntingar til einstaklinga sem byggjast á kyni hans geti leitt til misnotkunar eða ójafnréttis, sér í lagi ef einstaklingur víkur langt frá almennt samþykktum viðhorfum/staðalímyndum.

  • horft gagnrýnum augum á réttmæti kynjahlutverka og sýnt fram á leiðir til að storkað viðhorfum og hefðum sem stuðla að misrétti og eru skaðleg.