Samfélagsleg kyn og kynjaviðhorf

Samfélagsleg og menningarleg viðhorf ásamt trúarbrögðum eru allt þættir sem hafa áhrif á kynjahlutverk.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í kynjahlutverkum.

  • komið með dæmi um hvernig samfélagsleg og menningarleg viðhorf ásamt trúarbrögðum geta haft áhrif á kynjahlutverkin.

  • rætt við aðra um að það séu margir þættir sem geta haft áhrif á kynjahlutverk.

  • skoðað hvernig samfélagsleg, menningarleg og trúarleg viðhorf hafa haft áhrif á eigin skoðanir varðandi hlutverk kynjanna.

Það hvernig einstaklingur sér sjálfan sig eða lýsir sjálfum sér fyrir öðrum hvað varðar eigin kynvitund er einstaklingsbundið og ber að virða.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í kynvitund.

  • útskýrt hvernig kynvitund sumra einstaklinga samræmist ekki líffræðilegu kyni hans.

  • greint frá því að allir hafa sína eigin kynvitund.

  • sýnt eigin kynvitund virðingu og sömuleiðis kynvitund annarra.