8.- 10. bekkur
Samskipti og sambönd
Að alast upp felur í sér aukna ábyrgð á sjálfum sér og öðrum.
Ágreiningur og misskilningur á milli foreldra/forráðamanna og barna er algengt, sérstaklega á unglingsárunum, og er yfirleitt hægt að leysa.
Ást, samvinna og jafnrétti kynja og gagnkvæm væntumþykja og virðing eru allt mikilvægir þættir fyrir heilbrigt fjölskyldulíf og sambönd.
Vinátta, ást og rómantísk sambönd
Vinir geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hvorn annan.
Það eru til margs konar sambönd.
Rómantísk sambönd geta orðið fyrir miklum áhrifum af ójafnræði og valdaójafnvægi (t.d. eð tilliti til kyns, aldurs, fjárhagslegri, félagslegri og heilsufarslegri stöðu).
Fordómar og mismunun sem er byggð á fjölbreytileika einstaklinga (t.d. heilsufari, sjúkdómum (t.d. HIV), fjárhagslegri stöðu, uppruna, kynþætti, trú, kyni, kynhneigð, kynvitund eða öðrum þáttum) lýsir virðingarleysi og vinnur gegn vellíðan einstaklinganna ásamt því að brjóta á þeirra mannréttindum.
Skuldbinding og foreldrahlutverkið
Langtíma samböndum og hjónaböndum fylgja margvísleg hlutverk og skyldur.
Einstaklingar geta orðið foreldrar á margvíslega vegu og foreldrahlutverkinu fylgir margþætt ábyrgðarhlutverk.
Börn hafa margvíslegar þarfir sem foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á að uppfylla.
Barnagiftingar (CEFM: Child, early and forced marriages) og óplanaðar þunganir geta leitt til neikvæðra félagslegra og heilsufarslegra afleiðinga.
Gildi, réttindi, menning og kynferði
Það er mikilvægt að þekkja sín eigin gildi, trú og viðhorf, geta rökstutt þau og áttað sig á hvernig þau hafa áhrif á réttindi annarra.
Mannréttindi ná yfir réttindi sem hafa áhrif á kynferði og kynheilbrigði einstaklingsins.
Í lögum landsins og alþjóðlegum sáttmálum eru atriði sem koma inn á réttindi einstaklinga er tengjast kynferði og kynheilbrigði.
Það er mikilvægt að þekkja og koma mannréttindum á framfæri er snerta kynferði og kynheilbrigði.
Þættir eins og samfélagsleg gildi, trúarbrögð og menning hafa allir áhrif á hvað telst samþykkt og ósamþykkt kynferðisleg hegðun í samfélaginu og þessir þættir breytast með tíð og tíma.
að skilja kyn, kynímyndir og kynhlutverk
Samfélagsleg kyn og kynjaviðhorf
Kynjahlutverk og samfélagsleg viðhorf til kynjanna getur haft áhrif á líf fólks
Rómantísk sambönd geta orðið fyrir neikvæðum áhrifum af kynjahlutverkum og staðalímyndum kynjanna.
Jafnrétti kynjanna, staðalímyndir og fordómar
Staðalímyndir kynjanna og viðhorf til þeirra hefur áhrif á hvernig menn, konur og fólk af mismunandi kynhneigðum og kynvitund koma fram við hvort annað og þær ákvarðanir sem einstaklingarnir taka.
Jafnrétti kynjanna getur stuðlað að jafnræði í ákvarðanatökum um kynferðislega hegðun og framtíðarplön.
Allar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis er brot á mannréttindum þess einstakling sem verður fyrir ofbeldinu.
Ofbeldi í nánu sambandi er skaðlegt og það er til margs konar hjálp fyrir þá sem upplifa slíkt ofbeldi.
öryggi og ofbeldi
Kynferðislegt misnotkun, ofbeldi eða áreitni ásamt ofbeldi í nánu sambandi og einelti er brot á mannréttindum einstaklinga
Allir eiga rétt á einkalífi og líkamsvirðingu.
Samþykki er mikilvægt í tengslum við kynferðislegt heilbrigði, kynferðislega ánægju og gagnkvæma virðingu í nánu sambandi.
Allir eiga rétt á því að ráða yfir því hvað þeir vilja og vilja ekki gera kynferðislega, og eiga að geta átt í markvissum samskiptum um samþykki við þann aðila sem sá hinn sami er í kynferðislegum samskiptum við.
Örugg notkun upplýsinga og samfélagsmiðla
Internetið, farsímar og samfélagsmiðlar geta verið uppspretta óvelkominnar kynferðislegrar athygli.
Kynferðislegt myndefni geta verið kynferðislega örvandi og á sama tíma getur það skapað óraunhæfar kröfur til kynferðislegrar hegðunar og líkamsímyndar.
heilsa og velferð
Venjur og áhrif jafningja á kynhegðun
Samfélagsleg og kynleg norm ásamt jafningjaáhrifum getur haft áhrif á ákvarðanir tengdum kynhegðun og kynlífi.
Jafningjar og vinir geta haft áhrif á kynhegðun og ákvarðanir henni tengdri.
Það eru til leiðir sem hægt er að fara til að vinna gegn neikvæðum jafningjaáhrifum tengt kynhegðun og ákvörðunum henni tengdri.
Ákvarðanir í kynlífi og kynhegðun einstaklings getur haft afleiðingar fyrir einstaklinginn sjálfan og aðra, þar á meðal félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar.
Það eru vissir þættir sem geta gert einstaklingi erfitt fyrir þegar ákvarðanir eru teknar í tengslum við kynlíf og kynhegðun.
Ákvarðanir í kynlífi og í tengslum við kynhegðun geta haft mögulegar lagalegar afleiðingar.
Samskipti, synjun og samningafærni
Góð og markviss samskipti eru mikilvæg í persónulegum, félagslegum og rómantískum samböndum og innan fjölskyldna.
Skilvirk samskipti eru lykillinn að því að tjá persónulegar þarfir og kynferðisleg mörk.
Sumir miðlar sýna óraunhæfar birtingarmyndir í tengslum við kyn, kynferði, kynhneigðir, sambönd og kynlíf.
Það má storka þeim neikvæðu og ónákvæmu túlkunum á körlum og konum sem birtast í hinum margvíslegu miðlum.
Að leita aðstoðar og stuðnings
Það er mikilvægt að meta hvaðan hjálpin og stuðningurinn er veittur, þar á meðal samtök sem bjóða slíka þjónustu og miðla, til að hafa aðgang að góðum og sönnum upplýsingum og þjónustu.
Mannslíkaminn og þroski
Á kynþroska og meðgöngu koma hormón mikið við sögu og stuðla að nauðsynlegum þáttum í ferlinu.
Allir menningarheimar hafa mismunandi skilning á kyni, kynvitund, kynfærum og æxlun og hvenær eðlilegt telst að verða kynferðislega virkur.
Það er munur á milli kynferðislegra hvata og því sem æxlun felur í sér og þetta tvennt getur tekið breytingum með tímanum.
Það eru ekki allir sem upplifa frjósemi og getu til að eignast börn án aðstoðar.
Kynþroski er tími þar sem kynferðislegur þroski á sér stað sem leiðir til mikilla líkamlegra, tilfinningalegra, félagslegra og þroskalegra breytinga sem geta verið spennandi og kvíðvænlegar fyrir ungmenni.
Upplifun einstaklinga á eigin líkama getur haft áhrif á heilsu, sjálfsmynd og hegðun þeirra.
Kynferði og kynferðisleg hegðun
Kyn, kynhneigð og kynferðisleg tjáning
Kynferðislegar tilfinningar, fantasíur og langanir eru eðlilegar og eru viðvarandi í gegnum lífið þó að einstaklingar ákveði að bregðast ekki við þeim.
Kynferðisleg viðbrögð og hegðun
Líkamleg viðbrögð geta komið fram á margvíslegan hátt við kynferðislegri örvun.
Öll samfélög, menningarheimar og kynslóðir hafa eigin mýtur um kynferðislega hegðun og það er mikilvægt að þekkja til staðreynda.
Það er mikilvægt að geta tekið upplýstar ákvarðanir í tengslum við kynferðislega hegðun.
Það eru margar leiðir sem hægt er að fara til að forðast eða minnka áhættuna sem getur skapast af kynhegðun einstaklinga og haft neikvæð áhrif á heilsu og velferð einstaklinga.
Kynferðisleg viðskipti, þ.e. peningagreiðsla fyrir kynferðisleg efni líkt og myndir eða samfarir getur stofnað heilsu og velferð einstaklinga í hættu.
Kynlíf, kynheilbrigði og æxlun
Mismunandi gerðir getnaðarvarna bera misjafnan árangur, hafa misjafna kosti og ókosti, þ.á.m. aukaverkanir.
Ungt fólk sem stundar kynlíf ætti að hafa greiðan aðgang að getnaðarvörnum, óháð getu, sambandsstöðu, kyn, kynvitund eða kynhneigð.
Það fylgja því ákveðnir áhættuþættir að ganga með og eignast barn of ung eða með of stuttu millibili.
Ættleiðing er valmöguleiki fyrir þá sem ekki geta eignast börn eða vilja ekki ganga með barn.
HIV og alnæmi; fordómar, meðhöndlun og stuðningur
Með réttri meðhöndlun og stuðningi þá geta HIV smitaðir einstaklingar lifað góðu og þýðingarmiklu lífi án mismununar.
Allir einstaklingar, þ.á.m. þeir sem lifa með HIV, hafa jafnan rétt á því að tjá sínar kynferðislegu tilfinningar og ást gagnvart öðrum, t.d. í gegnum hjónaband eða annars konar langtíma samböndum, velji þeir að gera það.
Að skilja, þekkja og minnka áhættu gagnvart kynsjúkdómum
Sporna má við kynsjúkdómum, t.d. klamydía, lekandi, sárasótt, HPV-veiran eða HIV, lækna þá eða veita meðferð við þeim.
Heilbrigðisstofnanir bjóða upp á kynsjúkdómapróf og veita lækningu eða meðferð gegn kynsjúkdómum greinist einstaklingur með kynsjúkdóm. Þær bjóða einnig upp á fyrirbyggjandi meðferðir líkt og PrEP fyrir áhættuhópa.
Samskipta-, samninga- og neitunarfærni getur hjálpað ungu fólki til að vinna gegn óvelkomnum kynferðislegum þrýstingi og stuðla að öruggri kynferðislegri hegðun (t.d. sífelldri notkun smokksins og annarra getnaðarvarna).